Tímarit þjóðfélagsins

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Qupperneq 10

Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Qupperneq 10
10 Rétt í því þykir henni sem hún gangi inneftir Lækjargötunni, og fram hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Henni verður heldur starsýnt á það sem þá ber fyrir augu hennar. Ofan úr Stjórnarráði kemur veltandi heljarmikil áma. Á botninn, sem að snýr, er letrað með stórum stöfum »D. D. P. A«. Tunnan staðnæmist niður við Lækjartorgið. Þá sér hún Hannes koma þar að i sömu svipan. En út úr þeim enda tunnunnar, sem til norðurs vissi, skríð- ur maður. Pað er Einar. »Hvert er ferðinni annars heitið,« spyr Hannes. »Nú, er ég ekki farinn frá? »Og líklega ekki svona strax. Ætlið þér ekki að reyna í Árnessýslunni?« »Ég veit ekki. Ætli það þýði nokkuð? Gestur er orðinn á móti mér. Og það er auðséð að okkur hefir ekki tekist að villa Sjálfstæðismönnum sýn, jafnvel þótt við reyndum að helga okkur nafnið. Finst yður þó ekki að við hafa gert það, sem hægt var?« »Pað getur nú verið. En í raun og veru var ekki við að búast að betur tækist. Pið voruð búnir að binda ykkur ofmikið með því að hæla Sig. Eggerz þegar hann kom af ríkisráðsfundinum 1914.« »Já, það var heimskan. En nú takið þið við völd- unum fyrir bragðið, Heimastjórnarmenn. Og það ættu þið að sjá við okkur í einhverju, eða að minnsta kosti mig.« »Pá kóma dagar og þá koma ráð. „Ég ætla að sjá hvað setur, hvort sjóðandi straumiðufall eða brjóstþrekinn klár hefir betur.“« l

x

Tímarit þjóðfélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit þjóðfélagsins
https://timarit.is/publication/525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.