Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Page 17
17
á Siglufirði. Á Pólnum fékst hann miðalaus, en var
óáfengur og kostaði samt 50 aura. Pað þótti mikið.
Elztu menn segjast muna eftir, að þá hafi Wisky
kostað í Reykjavík 15 krónur, og brennivín á ísa-
firði 12 krónur, en 8 á Akureyri, en á Seyðisfirði
hafi það stundum fengist fyrir 2 krónur: f Vest-
mannaeyjum var Bay-Rum verzlun, og seldur pelinn
á 2 og 3 krónur, eftir gæðum. Pað þótti heilsusam-
legur drykkur, og urðu þeir menn, er þess neyttu,
kvennamenn miklir og lifðu til hárrar elli. Einn gam-
all maður segist muna eftir, að þá hafi Guðmundur
Björnsson haldið langan og viturlegan fyrirlestur um
framfarir, löghlýðni og siðmenningu þjóðarinnar,
sýnt fram á, að þjóðin hafi aldrei staðið eins vel
efnalega, einsog þá, sem væri alt að þakka aðflutn-
ingsbanninu. Pað sannaði hann með því, að Stranda-
kirkja græddi, landssjóður græddi og alþýða manna
græddi svo mikið, að hún blómgaðist vel, þótt hún
gæfi 8, 12 og jafnvel 15 krónur fyrir flöskuna af á-
fengi daglega. Svona lög hefði hann sagt að við
þyrftum að semja um fleira, t. d. tóbak, ópíum, mor-
fín, kókaín, sykur, kaffi o. fl. (um meðulin hefðum
vér þau), og þá mundi þjóðin brátt verða stórefnuð
og sæl í eðli sínu. Menn yrðu svo efnaðir, að menn
gætu fremur keypt þetta eftir en áður. Slík lög væru
þjóðarblessun, og lyftu mannkyninu upp yfir hræsni
og yfirdrepsskap, undan oki ófrelsis og réttleysis.
Og að þá bæru menn meiri virðingu fyrir öilum
lögum.
»Hættu nú Jón,« sagði Gudda gamla, »mér finst
eiginlega alt hafa gengið til þá, rétt eins og ger-
ist núna.< 2