Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Síða 19

Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Síða 19
19 Ættarnöfn þurfa nú allir að fá, sú ugla er vælandi á hverjum skjá. Pjóðerni vort er í voða statt ef vér ei sinnum því máli hratt. Arnórsson valdi því »om..en Halsi Einar og Guðmund og Pálma Páls, að velja’ okkur heiti, og vert er að sjá þá verðlagsskrá: Kynskifti öll er þeim illa við, því alt á að vera’ að nútízku sið. Feðranöfn duga’ ekki dætrunum er drottinn þær sæmir manninum. Pá væri þó skárra frú Skeggstar hjá fyrir Skutfer bónda’, að eg minnist ei á þann unað sem fengi hinn ungi Reyðfer hjá ungfrú Loðfer. Að samkomunni lokinni fóru allir hver heim til sín, og tóku nú að hugsa fyrir alvöru um nöfn handa sér og sínum. Ekki máttu þau vera klúr eða »sénerandi«, og því tóku sumir það ráð að nota gamla móðinn, að láta dönskuna hjálpa ofur- lítið til, þó að ekki væri nema í endanum. Einn þótti hafa komist lengst næsta dag, hann kallaði sig Dritfersen. Og hann var öfundaður. Næstur tók Runki gamli ritstjóri sér ættarnafn, og kallaði sig Ramban. Svo rambaði hann, og það þótti smekklegt. Ungfrúr og piparmeyjar eltu hann á röndum stöðugt eftir það. Pað stóðst hann ekki, og svo kvongaðist hann. Það urðu fáir eins orðhagir og snjallir eins og Runki gamli. Menn voru yfirleitt í miklum vafa með að velja nöfnin, svo að þau yrðu hvorki ó- smekkleg né viðrinisleg. Það var ógift fólk sérlega

x

Tímarit þjóðfélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit þjóðfélagsins
https://timarit.is/publication/525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.