Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Page 21

Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Page 21
JDularfull oifneskja. Ég er í eðli mínu, eins og autoriseruðum ritstjórum er títt, fyrir náttúrunnar tilskikkelsi yfirfyltur með góðar Ideur, og ekki sízt þessar glanspóleruðu, borðalögðu fix! fix! Oft hefir mér vitrast margt fantasiskt og sér í lagi umþenftingar- vert í svefni, helzt á vorin um sauðburðinn; eru það þessi karakterisku normölu Fænomen, sem fyrir ofvita bera í lif- anda svefni. Vildi ég gjarnan stytta fólki stundir, þ. e. a. s. þeim sem líður illa, með því að forklára þeim einn lítinn draum, sem mig'dreymdi í vor. Ég þóttist heima staddur úti. Sá ég hvar heimskulega stór maður hraðfetaði eftir götunni til mín. Er hann nálægðist mig, sagði hann si sona: »Komdu með mér, ég ætla að sýna þér það, sem þér er nauðsynlegt að vita.« Ég fór með ris- anum. Ég þurfti að stíga þrjú skref meðan hann steig eitt. Mér lá við að þreytast. Eftir stutta stund þótti mér við vera komnir í stóran dal. Ég sá þar 6 bæi, og sérdeilislega marga menn á hverjum. »Hvaða bæir og mannfjöldi er þetta?« sagði ég. »Það er nú það, sem ég ætlaði að sýna þér,« sagði hann. »Mennirnir sem ætla sér að verða í kjöri við landskosning- arnar eru þarna á bæjunum að halda fundi og raða sér nið- ur á listana. Og listarnir verða kendir við bæina.« »Hvað heita bæirnir?« spurði ég, og útskýrði hann það fyrir mér. Sá 1. hét Alviðra, 2. Bráðræði, 3. Cartago, 4. Draflakot, 5. Eyði og 6. FIói. — »Merkilegt er að tarna,« sagði ég. »En getur þú ekki, vísdómslega útrústaði, mikli maður, gefið mér undirvísun um frá hvaða bæ nú hver stjórn- málaflokkur fyrir sig er?« »Það færð þú að vita seinna,< sagði hann, og hvarf um leið,

x

Tímarit þjóðfélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit þjóðfélagsins
https://timarit.is/publication/525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.