Sumargjöf - 01.01.1908, Page 21

Sumargjöf - 01.01.1908, Page 21
Sumargjöf. 17 »0g því er nú ver — ég hefi líklega ekki stað- festu til þess né nógu sterkan vilja, en golt eitt geng- ur þér til litli Ljósjarpur minn. Þú ert barn enn þá, trúir og vonar alt; tortryggnin er elcki vöknuð lijá þér og ég bið þess og óska að hún vakni ekki við illa og ómilda drauma. Þú ert glanni á hestum og vaðalskollur en ekki ertu kjöftugur, ég veit þú getur þagað um það sem þér er trúað fyrir, betur en marg- ir fullorðnir. Eg vil heldur segja þér atriði úr lífs- sögu minni, en aðrir rangfæri og mishermi hana í eyru þín. Mér er vel til þín, þú hefir verið okkur Nasa mínum einlægur og góður drengur, aldrei gert gabb að mér þegar ég liefi verið fullur; fyrir einlægnina er mér hlýrra til þín en flestra annai'a — hún kemur mér svo vel og betur en margur lieldur — — —, það er ekki víst hvenær ég lield af stað —, fer al- fari — —, það kemur að eins og þjófur á nótlu. Fáir gráta einstæðinginn og presturinn fær varla grátstaf í hálsinn, þótt hann tali nokkur orð yfir kistunni minni«. Gísli talaði síðustu orðin auðsjáanlega meir við sjálfan sig heldur en mig. »Hér skulum við æja og kippa út úr hestonum. Vertu nákvæmur og atliugall við liestinn þinn, það er skylda og borgar sig bezt að lokum. Ég dreypi á víninu hans fóstra þins og svo — svo skal ég segja þér sögu, sem ég hefi engum öðrum sagt. Þér, ærsla- kollinum, barninu og vin mínum. Frá æsku minni segi ég fátt, ég rejmdi blítt og strítt likt og ílest önnur börn, þó fanst mér sjálfum meir til um liið stríða, en ég var glaðlyndur, hraust- ur og Amngóður svo það beit ekki svo mjög á mig. Þegar ég var 19 vetra fór ég vistferlum að Bleiks- Sumargjöf IV. ár. 2

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.