Sumargjöf - 01.01.1908, Side 26

Sumargjöf - 01.01.1908, Side 26
22 Sumargjöf. um við stöku sinnum að talast við — örfá orð. »Tekst þá tveir vilja«. Ég var einbeittur í því að vinna málið um síðii', bíða ár eftir ár og sigra með dugnaði og fyrirhyggju hleypidóma og ofstæki foreldranna. En Guðný — aumingja Guðn}T hún átti bágt, hana vant- aði þrelcið; lnín elskaði mig og var alls ekki laus í skapi, en til þess að hrjótast undan ráðum þeirra, var hún ekki nógu sterk. Hún var blíðlynd og auð- sveip dótlir, vön að hlýðnast foreldronum frá blautu barnsbeini; það óttaðist ég, þó ég aldrei hefði orð á því við hana. Um krossmessuna íluttum við mamma að Skörð- um; það var ekki langt í vinarhúsin á Bleiltsmýri. Ég náði við og við fundi Guðnýar um sumarið og haustið — átti þá sem oftast vini meðal óvina. Þá um veturnæturnar fann ég að þrek hennar var að bila; hún vildi ekki liætta til launfundanna lengur; þeir æstu að eins skap foreldra sinna, sem hefðu grun um þá. Heldur væri að skifta bréfum, um það mundu þau síðar vita; ég lét hana ráða; kunningi minn, sem þá var á Bleiksmýri, kom þeim á milli; hénnar voru stutt, raunaleg og viðkvæm, svo tók fyr- ir þau síðari liluta vetrarins hún hafði ekkert frelsi til skrifta. Bónorð Jóns var nú flutt allra fastast. Um sumarmálin fékk ég síðasta bréfið frá henni — uppsagnarbréf —, það er ekki von þú skiljir það drengur minn, hvað sárt er að fá svona bréf; bréf sem lýsti sorg og vonleysi, ást og þó uppgjöf. Hún var buguð, hnigin að velli. Þetta eina ásta ævintýr mitt var búið. Næsta vetur, á þorranum, giftist hún Jóni. Pað árið gerhreytti mér — — —, enginn sér lífsvon sína

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.