Sumargjöf - 01.01.1908, Side 47

Sumargjöf - 01.01.1908, Side 47
Sumargjöf. 43 staðinn fyrir blekkingaleik úlfsins undir sauðargær- unni; rökræður um skoðanir í staðinn fyrir orða- sennur og orðaleiki; hugsaðar atliafnir í staðinn fyrir hugsunarlaust fum og sprikl; frumlega framleiðslu í stað endurtekninga; rannsólcn á skoðunum hvors annars, í stað afbökunar á þeim; lífsreynslu í stað- inn fyrir venjuskoðun; trú í staðinn fyrir kreddur. í einu orði: Við mundum fá frelsi, í stað þess að okk- ur sé raðað í hása, eins og nú á sér stað, í stað þess að vera söltuð niður í tunnur, dregin í dilka, bókuð á markaskrár, greind í mannílokka, duhbuð einkennisbúningum, merkt með vörumerki. Ýmsir mannvinir munu andmæla og segja: »En ætli eigingirnin græfi ekk um sig um of, ef hugrekk- ið ætti að ryðja manngildinu braut?« — Er þá ragmennskan kanske ekki andstyggileg? Þarf kanske eklci hugrekki til þess að vera góður? Er frelsið ekki skilyrði fyrir allri sannri og innilegri ást? Ætli hamingjan, sem er fólgin í því að vera sjálfstæður, geti ekki einnig af sér þá liamingju að geta verið góður? Er ekki líka fólgið þolgæði í hug- rekkinu? Meira að segja. Var það ekki einmittþess vegna að boðberi óeigingirninnar varð að ganga í dauðann, að hann hafði hugrekki til þess að standa einn, í stað þess að mynda flokk, hugrekki til þess að lifa samkvæmt eigin eðli og brjóla fjötra samtíðar sinnar, hugrekki til þess að trúa á frelsið? Því getur þetta boðorð gæzkunnar, að við eigunt að breyta við aðra eins og við viljum að aðrir breyti við okkur, ekki komið í bága við hugrekkið. Þelta boðorð er þvert á móti — séð frá öðru sjónarmiði —-

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.