Sumargjöf - 01.01.1908, Side 76

Sumargjöf - 01.01.1908, Side 76
72 Sumargjöf. að ná fuglinum. Fuglarnir eru veiddir í háf, rotaðir eða snaraðir. Lundann veiða þeir að eins í háf, en draga ekki ófleyga ungana út úr holunum á kofna- goggum eins og víða gerist annarsstaðar, enda er sú veiðiaðferð allharðneskjuleg. Æðarfugl er við eyjarn- ar en litið um æðarvarp. Rjúpur koma þar á vetrum og eru veiddar óspart. Húsdýr eru þar, kýr, hestar, sauðfé, hundar, kettir. Mýs eru á eyjunni en rottur engar. Vestmanneyjar eru í hinurn rnesta uppgangi sem stendur. Fólksfjöldi mun vera kringum lOOOoghef- ir hann tvöfaldast á fáum árum. Húsum hefir fjölgað mikið og mörg hús eru nú í smíðum. Skipastóll hefir algerlega breytst á skömmum tíma. Gömlu Vestmanneyjaskipin eru nálega horfln með öllu, nokk- ur skip eru þar með færeyzku lagi, en fiskiveiðarnar eru aðallega slundaðar á mótorbátum. Sem stendur eiga eyjaskeggjar 40 mótorbáta, er gengið hafa til fiskjar og fiskað mjög vel í vetur. Það er alkunnugt að Vestmanneyingar eru hinir mestu sjómenn og sum- ir hverjir ef til vill fulldjaríir og eflaust mábúastvið að fiskiveiðunum fari fram með tímanum og eyjarn- ar blómgist meir og meir. Landbúnaður er þar ekki með jafn miklum blóma sem sjávarútvegurinn. A eyjunum munu vera um 70 kýr, 40 liestar og 1100 sauðfjár. Eftir því sem fólksQöldi vex má telja liklegt að kúm fjölgi, enda er þar nóg af góðu landi til að rækta. Hestar hafa verið mest til skemtunar fyrrum, en nú erfarið að brúka þá til aksturs og eflaust mun það ryðja sér til rúms meir og meir og reiðhestum eða skemtihest- um fækka. Áburður er vel hirtur og honum safnað í stórar

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.