Sumargjöf - 01.01.1908, Page 77

Sumargjöf - 01.01.1908, Page 77
Sumargjöf. 73 lokaðar forir, en áburð má drýgja með ýmsu móti og nóg er þar til af þaranum sé hannhirtur. Kamar er þar á hverjum bæ. Mótak er ekkert á eyjunuin eins ogjarðlagið ber með sér, þar er meira að segja engin mýri; þó er ofurlítið svæði í Herjólfsdal vestur við sjóinn kallað torfmýri. Eftir gróðri að dæma og rakaástandi jarð- vegsins er þetta svæði i raun og veru engin mýri, þvi þar var tómur valllendisgróður. Fyrrum var þangskurður í eyjum og þangi brent, en nú munþví vera hætt. Eyjarnar munu efiaust eiga glæsilega framtíð fyr- ir höndum og líklegt er að fólksfjöldi aukist þar meir og meir og færi svo að þar kæmi upp góð höfn mundi gildi eyjanna vaxa ósegjanlega mikið. Það mun vera sökum hafnleysis að ferðamanna- straumurinn fer fram hjá Vestmanneyjum, eða hafa útlendingarnir ekki veitt því eftirtekt, hve eyjarnar eru einkennilega fagrar? Eflaust mundi þeim þó þykja gaman að fara á mótorbát fram með fugla- björgunum og kringum eyna og róa inn í hellrana, fara upp á Helgafell, Heimaklett, inn í Herjólfsdal o. s. frv. Útsýni er og hið fegursta þegar bjart er veður. Eyjafjöllin og Eyjafjallajökull blasa beint við. Fremur ægilegt hlýtur þó að vera í eyjunum í vetrarstorm- unum í stórbrimum þegar særokið þeytist yfir eyna. Vestmanneyjar eru ein sýsla, eitt prestakall og eitt læknishérað. Hér um bil allir eyjarskeggjar búa i kaupstaðnum. Hann er allstór um sig, en húsum er fremur óreglulega skipað og götur of mjóar. Hvert hús liefir eigið nafn. Sýslumaðurinn býr t. a. m. að

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.