Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 30

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 30
Keisarinn og sonur hans voru viðstaddir hina hátíðlegu stund, er skipið fór að hreyfast fyrir gufuafli. eins de Garay hefði gabbað keisar- ann, heldur yrði einnig bein orsök þess, að Don Pedro kæmist í ónáð fyrir það, að hafa beitt sér fyrir því, að fá keisarann til þess að vera við- staddan. En það var almennt vitað, að keisarinn var uppstökkur og reiðigjarn, ef ekki allt gekk eins og til var ætlazt. Skonnortan „Trinidad“, sem var 110 tonn að stærð, kom til Barcelona einn góðan veðurdag, úr einni af sín- um mörgu ferðum til Coimbre, full- hlaðin korni. Skipstjórinn og með- eigandi að skipinu, Pedro de Schazza, sem á þeim tíma var þekktur maður í sínu starfi, mótmælti af öllum kröftum, en árangurslaust, þegar nokkrir sjóliðsforingjar úr hinum keisaralega flota, tóku skip hans með valdi og létu hefja vinnu við að breyta skipi hans á hinn furðuleg- ast hátt. „Trinidad“ var þrímastrað skip, með ráseglum og formastri. Fram- stafn og skutur var talsvert upp- hækkað — en aðaldekkið tiltölulega lágt. Rétt frammi undir bakkanum á aðaldekkinu var byggt eldstæði. Ofan á það var reistur stór kúlulag- aður koparketill, en við hann var tengdur mjór og langur reykháfur. Frá katlinum lágu ótal leiðslur og pípur í stóran kassa, er var boltaður niður á miðdekkið. En járnöxull var lagður frá kassanum og við hann tengd stór hjól, sitt á hvorri skips- hlið. A hafnarbakkanum var reist mik- ið hásæti og kringum það pallar fyr- ir aðalsmenn og hirðfólk, en þar fyr- ir utan afgirt svæði fyrir mikinn fjölda áhorfenda, sem talið var að myndu verða viðstaddir. Snemma að morgni 17. júní 1543 komu hermannaflokkar í skínandi brynjum og stilltu sér upp umhverf- is hásætið, en sjóliðsforingjar úr flotanum fylgdust með því af mikilli árvekni, að öll segl og árar væru flutt í land úr „Trinidad“. Opinberir embættismenn — þar á meðal hinir óánægðu herforingjar — fylgdust af athygli með því, er Blasco de Garay og aðstoðarmenn hans kveiktu eld undir hinum stóra koparkatli. Eftir stutta stund gaus mikil reykjarsúla upp úr hinum langa reykháf og jafn- hliða fór að sjóða og krauma í katl- inum og hinum mörgu leiðslum og pípum. Keisarinn og hinn ungi sonur hans, Philip prins, komu til hafnarinnar um hádegisbil og var fagnað með herblæstri og fánakveðjum. Þeir voru áhorfendur að hinu sögulega augnabliki, er „Trinidad11 sleppti landfestum — þeir sáu reyksúluna þykkna og stíga hærra, þeir sáu hin stóru hliðarhjól fara hægt og rólega að snúast. „Trinidad“ var komin á hreyfingu! Með langan kjölslóða á eftir sér, klauf fyrsta gufuskip ver- aldarinnar hafflötinn. ...! Ravego, sem sat við hlið keisar- ans, notaði tækifærið til þess að láta í ljós það álit sitt og annarra sér- fróðra manna, að þetta gufuskip de Garays væri alltof margbrotið til þess, að það gæti nokkurn tíma haft hagkvæma þýðingu. Hann gat þess ennfremur, að ketillinn gæti auð- veldlega sprungið, og allur sá útbún- aður, sem væri á dekkinu, gæti eyði- lagzt á augabragði af einni fallbyssu- kúlu. En keisarinn hlustaði ekkert á það, sem hann var að segja. Hann var uppnuminn af því furðulega, sem fyrir hann bar. Og hann fyrir- skipaði Ravego umsvifalaust, að til- kynna Blasco de Garay, að koma til viðtals við sig hið allra bráðasta. En Garay komst aldrei í móttök- una hjá keisaranum. Því strax sama kvöldið fór keisarinn í miklum flýti frá Barcelona. Hraðboði hafði flutt honum fregnir af því, að hertoginn í Cleeves væri að undirbúa uppreist, og líkindi væru til þess, að hann fengi aðstoð frá Frakklandi. Það var því um að gera að slá uppreistina niður strax með harðri hendi. Þessi þróun atburðanna kom eins og sending af himnum ofan fyrir Ravego og kumpána hans, og þeir brugðust skjótt við. A meðan athygli keisarans var beint að öðrum verk- efnum heldur en Garay og gufuvél hans, var um að gera að nota tæki- færið. Þeir sendu de Garay strax fyrirskipanir, sem hann að mestu leyti fylgdi. Hann lét taka ketilinn, allar leiðslur og hliðarhjólin af „Trinidad11, og allt var þetta flutt til geymslu á hinu keisaralega skipa- verkstæði í Barcelona. En einhvern veginn tókst honum að koma sjálfum vélaútbúnaðinum undan, án þess að þess yrði vart. Hvað síðar skeði, á bak við tjöldin, er nú aðeins hægt að gizka á. En nokkrum dögum síðar var de Garay hækkaður í tign, gerður að aðstoðar- aðmírál, og fékk jafnframt afhenta mikla fjárhæð. Ennfremur var hon- um greiddur allur sá kostnaður, er hann hafði lagt fram við tilraunir sínar. Og loks var honum afhent landareign í Kastilaníu, en þar lifði 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.