Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 62

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 62
legan og óskeikulan gang með þess- um háa þrýstingi, eins og nú hefur tekizt að ná í hæggengu vélunum. Þessum hraðgengu fjórgengis- hreyflum fylgja þó þeir vankantar, að ekki er talið leyfilegt að nota þá þar sem mikillar orku er þörf. Hinn mikli snúningshraði er hæpinn í skipavélum, því að hann útheimtir stór og kostnaðarsöm gangskiptihjól vegna skrúfunnar. Hann er aftur á móti gagnlegur í landvélum og þá einkum í orkuverum. Þá er á það að líta, að hæggengu vélamar með stóru strokkana geta notað lítt hreinsaðar og ódýrar olíur, en þær léttu og hrað- gengu verða að hafa stórum dýrara eldsneyti og smurolíur. Léttu og hraðgengu vélarnar hafa tekið miklum umbótum hin síðari ár, bæði um gangöryggi, orkunýtingu og afköst. I járnbrautarvögnum hafa þær staðið sig með ágætum. En þeim háir það, að geta ekki notað þungar olíutegundir, og er ekki sennilegt, að á því verði breyting í náinni framtíð. Þess vegna verður það hinn stóri tvígengishreyfill, er nú hefur náð 900 mm strokkvídd (hámark), sem verður mest notaður í skipaflotanum í nánustu framtíð. Þegar lengra líður fram, verður aðstaðan hins vegar allt önnur, þeg- ar búið er að endurbæta hið fljót- andi eldsneyti, en líkur eru til, að svo verði gert. Það er athyglisvert, að á sviði kola- og vatnsefnisrann- sókna hefur orðið stór bylting hin síðari árin. Snertir þetta hina tækni- legu þróun vélanna og notkun þeirra, t. d. að því er snertir efnablöndur í smurolíur. Búast má við ennþá víð- tækari byltingu á þessu sviði, þegar tekizt hefur með nýjum hreinsunar- aðferðum að greina hráolíuna í al- gerlega hrein efni, benzín, gasolíur o. fl., en það hefur einstöku fyrir- tækjum þegar tekizt. Enn er eitt atriði, sem getur kom- ið því til leiðar, að þungt eldsneyti hverfi af markaðnum, er það kjarn- orku-efnafræðin. Likur eru til, að með hennar aðstoð verði hægt að framleiða fljótandi eldsneyti í svo stórum stíl, að það útrými náttúr- legum olíum, þ. e. jarðolíum. Hinar nýju gerviolíur, sem framleiddar verða með hliðsjón af aukinni hita- nýtingu hreyf lanna, verða hugsanlega 46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ þungar á metunum við þróun diesel- hreyfilsins og örlög hans á komandi tímum. Það er alls ekki útilokað, að hinar nýju eldsneytisolíur — og þá líka smurolíutegundir — gjörbreyti þróun þeirra. Að bæði blöndungs- og dieselhreyflar renni saman í eina gerð véla — merki sjást þegar í þá átt, — og að þungum og hæggengum vélum verði ofaukið. Komi ekki óvæntur keppandi fram á sjónarsviðið, sem skýtur dieselvél- inni aftur fyrir sig, einkum í öryggi og sparneytni, — en þar er gashverf- illinn á næsta leiti, — er hugsanlegt, að dieselvélin breytist, einnig skipa- vélar, í hraðgengar og mjög léttar vélar, með miklum afköstum — 8— 10.000 H. O. Þá er einnig hugsanlegt, að diesel- vélin breytist að gerðinni til, á svip- aðan hátt og bulluvélarnar í flug- vélunum. Lóðréttar og V-laga vélar verða leystar af hólmi, en í þeirra stað koma aðrar mun styttri og sam- anþjappaðri og stjörnulaga. Að því er starfsganginn snertir, eru allar líkur til að tvígengis- og fjórgengis- vélar starfi áfram hlið við hlið. Sennilega verður yfirhleðslan í vél- unum mikið hækkuð — ef til vill í 3—4 kg á fercentimeter, og styrk- leiki vélar og blásara aukinn að sama skapi, og kröftugri kæling á strokk- um komið í verk, auk endurbóta á eldsneyti og smurolíum. Með því að tengja saman tvær eða fleiri slíkar vélar, fást vélasamstæð- ur, allt að 30,000—40,000 hestöfl, sem eru mjög fyrirferðarlitlar og léttar. Frá 50 kg á hestafl, sem nú er al- gengt, mætti komast niður í 4—5 kg, að meðttöldum hjálparvélum. Sé hver slík vélasamstæða tengd skips- skrúfu, fæst orka til framdráttar eigi minni en strokkstærstu dieselhreyfl- ar eða eimhverflar gefa nú, en bæði þungi og fyrirferð minnka stórlega. Verði hægt að leysa eldsneytis- vandamálið, mætti nota þessar véla- samstæður til þess að knýja stór skip, og mundi það valda byltingu í skipasmíðum. Einkum kæmi þetta til ávinnings í farþegaskipum. Þá yrði þess ekki þörf að rjúfa milli- þilförin vegna hins geysistóra véla- rúrns, gangpalla og reykháfa. (Reyk- háfar mundu hverfa, því útblástur yrði neðansjávar). Utlit skipanna mundi gjörbreytast og notagildi þeirra aukast. Vér getum ekki séð, að slíkum ávinningi verði náð með nokkurri annarri vélategund en dieselvélinni, sem með því færir enn nýja sönnun fyrir ótæmandi lífsorku sinni, en um hana vitnar einnig öll hennar þróunarsaga, eins og kunn- ugt er. Eins og áður var áminnzt, held ég, að vér þurfum ekki að hafa áhyggj- ur af framtíðinni. Vandamál hennar leysa afkomendur vorir. Það er hins vegar skylda vor að undirbúa jarð- veginn fyrir þá með því að hlúa að framförum á tæknisviðinu. Hallgr. Jénsson. Ekki chance. A stóran spítala heimsótti hann vin sinn, sem hafði lent í vondu bílslysi, — og utan við herbergisdyrnar mætti hann ljómandi fallegri hjúkrunarkonu ,sem kom hlæjandi út úr stofunni. — Segið mér, sagði hann ákafur, — hefur vinur minn chance? — Hreint ekki. Hann er ekki mín týpa. Góður árangur. Kvöld eitt stanzaði lögregluþjónn mann einn á Lækjartorgi, sem með hávaða og látum sló saman tveimur potthlemmum. — Þetta megið éþr ekki, sagði lögreglu- þjónninn. — Hvers vegna ekki? — Af því að þér gerið yður sekan um óspektir á götunni. — Nei, herra lögregluþjónn, ég er að reka hundana burtu. — Já — en hér eru engir hundar. — Nei, þarna getið þér sjálfir séð. Það var algengast fyrr á tímum, að borg- ir og bæir uxu upp smám saman „af sjálfu sér“, en voru ekki skipulagðir og teiknaðir fyrirfram. Sumir segja, að Alexander mikli hafi verið sá fyrsti, sem gerði uppdrátt að fyrirhugaðri borg. Það var þegar hann lét reisa Alexandríu. Þá á hann að hafa stráð hveiti á gólfið í tjaldi sínu, teiknað borg- ina í aðaldráttum og látið byggingameist- ara sína horfa á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.