Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 57
Um mitt sumar bætir fuglinn jarðvegi ofan á hauginn, sem orðinn er hár, til þess að
verja hann fyrir of miklum sólarhita. Rotnandi lauf undir eggjunum gefur nú frá sér
miklu minni hita.
minna af sólinni en þar sem opin
svæði eru niður við ströndina, þar
er sandurinn nokkuð jafn heitur all-
djúpt niður. Fuglarnir fara niður að
strönd og grafa hæfilega djúpar hol-
ur eftir hitastigi og verpa síðan eggj-
um sínum í þær. Þeir sækjast eftir
að gera holurnar í svartan sand, og
má gera ráð fyrir, að hann safni í
sig meiri hita en hvítur sandur. Fugl-
ar, sem hafast við í skóginum, þurfa
að ganga um 20 km langa leið niður
að ströndinni. Þeir verpa á fárra
daga fresti í margar vikur. Um varp-
tímann eru þeir á stöðugu göngulagi
milli skógarins og varpstöðvanna.
Stundum finna fuglarnir heita bletti
við uppsprettur inni í skóginum og
verpa þar.
Utbreiddasta tegund Stórfætlinga
er skógarfuglinn Stórifótur (Mega-
podius). Hann hefst við frá Nico-
bar-eyjum í vestri til Fiji-eyja í
austri og frá Filippseyjum í norðri
til stranda Mið-Astralíu. Stórifótur
er gæddur mestri aðlögunarhæfni
allra Stórfætlinga, og eru útungun-
araðferðir hans eftir því, hvað bezt
hæfir á hverjum stað.
Á smáeyjum heldur fuglinn sig í
skóglendi nærri ströndinni og verp-
ir þar í holur, sem hann grefur í
sandinn innan um skjaldbökur, sem
koma upp úr sjónum í sama tilgangi.
Á eyjum virkra eldgíga grefur Stóri-
fótur eggjaholur, þar sem hiti er í
jarðveginum og stundum í ösku
virkra gíga. Á stærri eyjum, og í
Ástralíu, hefst fuglinn við í þéttum
skógum langt frá opinni strönd, þar
sem enginn jarðhiti er. Þar notar
Stórifótur hita, sem myndast við
gerjun rotnandi jurtaleifa til þess að
unga út eggjum sínum.
Hinir starfsömu fuglar byggja
hauga úr jarðvegi og skógarlaufi.
Haugarnir eru allt að 50 fet í þver-
mál og 15—20 feta háir. Þar sem sól-
ar gætir mikið innan um gisna runna
nærri ströndinni, nota þeir minna af
lífrænu efni í haugana. Þeir eru nán-
ast frávik frá hinum einföldu eggja-
holum, lítils háttar upphækkun til
þess að forðast vætu og aðfall sjáv-
ar. Þar sem skógur er þéttur og sól-
ar gætir lítið á yfirborði jarðvegs-
ins, eru haugarnir næstum alveg úr
jurtum og mikill hiti myndast í þeim
við gerjun. Á milli þessara tveggja
marka eru haugarnir af breytilegri
samsetningu. Athyglisvert er, að
fuglinn skuli vera fær um að ákveða
réttilega, hversu mikið lífrænt efni
þarf að vera saman við jarðvegsefni
haugsins til þess að hitamyndun við
gerjun sé hæfilega mikil til viðbótar
jarðhitanum, miðað við það, að egg-
in geti ungazt út. Þetta virðist næst-
um því benda til þess, að fuglarnir
skilji eitthvað í efnafræði.
Önnur tegund Stórfætlinga,
Burstafuglinn (brush-turkey), hefst
við í Ástralíu og Nýju-Guineu, þar
sem sólin nær sjaldan að skína gegn-
um þétta regnskóga og niður á jarð-
veginn. Þessi tegund fugla á í engum
erfiðleikum með að framleiða hita
við gerjun og reiðir sig á þá aðferð
eingöngu. Utungunarhaugar Bursta-
fuglsins eru úr rotnandi laufi, sem
hann safnar saman í skóginum og er
varla nokkurt jarðvegsefni saman
við. Fuglinn byggir hauginn að vori
til, þegar rigningar sumarsins hafa
staðið um stund og rotnunin í haugn-
um er komin á það stig, að fuglinn
verður að gera ákveðnar ráðstafanir
til að draga úr og stilla myndun hit-
ans.
Skógarfuglinn á sólbökuðum sönd-
um við strendur nálægt Miðjarðar-
baug og Burstafuglinn með nóg af
lífrænum efni irrni í skógunum, eiga
ekki í neinum erfiðleikum með að
framleiða nægilegan hita til þess að
unga út eggjum sínum. Um Mallí-
fuglinn er þessu öðruvísi háttað.
Hann hefst við á hálfgerðum eyði-
mörkum og svæðum þurra, lágvax-
inna skóga inni á meginlandi Ástr-
alíu, þar sem árleg úrkoma nemur
aðeins átta þumlungum. Hið harða,
þurra lauf rotnar ekki á jörðinni,
þegar það fellur af trjánum. Það er
étið upp af maurum eða það visnar
og fýkur burtu. Varla nokkurt lauf-
rusl staðnæmist á jörðinni. En jafn-
vel þó nokkurt lauf safnist fyrir, þá
rotnar það ekki, en helzt þurrt og
brennur á endanum í skógareldi eða
vindar feykja því út í buskann. Aug-
ljóst er, að fugl, sem þarf að fram-
leiða hita við gerjun, á hér við mikla
erfiðleika að stríða.
Ekki er hægt að reiða sig á sólar-
hita í þessu landslagi. Lofthitinn er
mjög breytilegur, eða frá 112° á F.
og niður í 17° F. Á daginn er stund-
um brennandi sólarhiti, en frost á
nóttinni. Hitinn í jörðinni nærri yfir-
borði er mjög breytilegur, en dýpra
er hann um 60° F.
Hinn hugvitssami Mallífugl er þó
vandanum vaxinn. Karlfuglinn tek-
ur að sér stjórnina, hann er stöðugt
að verki við hauginn og fer sjaldan
lengra frá honum en 200 álnir. Lauf-
ið fær hann til að gerja með því að
grafa það í jörðu, þegar það er rakt.
Vinnan hefst í maí. Fuglinn grefur
þriggja til fjögurra feta djúpar holur
í jörðina, en fimmtán fet í þvermál,
síðan sópar hann öllu laufi, sem til
fellur í allt að þrjátíu til fjörutíu
álna fjarlægð, niður í holuna. Þessu
heldur hann áfram þar til í ágúst, þá
þekur hann yfir allt með tveggja
feta þykku jarðvegslagi. Hið lífræna
efni er venjulega rakt eftir fáeinar
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41