Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 24

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 24
son, 28 ára, Þorbergur Jónsson, 45 ára, Óli Þorbergsson, 20 ára, og Frið- rik Finnbogason, sá er söguna segir, 26 ára. Hann átti þá heima í Miðvík, eins og Þorbergur. Var mjög skammt á milli bæjanna. Bjó Friðrik í efri bænum, sem kallaður var, en Þor- bergur í þeim neðri. A þessum tíma árs var að jafnaði ekki legið við til róðra á Látrum af Miðvíkurbæjum, enda gæftir oft stopular. Gengu menn til sjóar frá Miðvík, er róið var, og er þó röskur klukkutíma- gangur, farið að heiman að morgni, ef sjólegt þótti og gengið heim að kvöldi að loknum róðri og sjóverk- um. Þetta ár, sem hér ræðir um, hafði veðrátta verið mjög óstillt frá því fyrir jól og aldrei gefið á sjó. Þótti það raunar engin nýlunda á þeim tíma árs, en sjálfsagt þótti að sæta hverju færi, þó dagur væri stuttur og allra veðra von. Sjötta janúar var norðvestan rok með svörtum éljagangi og mikilli snjókomu, svo að ekki var útlit fyrir sjóveður næsta dag. En um nóttina datt norðvestan áttin skyndilega niður og er kom fram undir kl. 5 um morguninn, var komið heiðbjart veður og blæja- logn. Þorbergur Jónsson skyldi vera forgangsmaður þeirra Miðvíking- anna um að kalla þá til sjávar, ef róðrarlegt þætti. Hann klæddist nú í snatri og vakti Friðrik Finnboga- son með því að banka allharkalega í glugga. Segir hann eitthvað á þá leið, að nú hafi þeir félagar sofið heldur fast, því að nú sé komið hið bezta sjóveður. Var auðfundið, að honum þótti mikið undir komið, að greiðlega yrði komizt af stað. Friðrik Finnbogason vaknaði við vondan draum. Hafði hann engan veginn búizt við sjóveðri og uggði ekki að sér. Snaraðist hann út í glugga og sér að komið er stjörnu- bjart veður. Bjóst hann í skyndi og var síðan lagt af stað gangandi að Látrum. Friðriki Magnússyni hafði farið eins og nafna hans, þótti honum með öllu fráleitt að gefa myndi á sjó, er hann hugði síðast að veðri kvöldið áður. Þótti þeim félögum hans það nokkur nýlunda, að þurfa að vekja hann, er til Látra kom, því að svo mikill áhugamaður var hann um sjó- sókn, að menn mundu ekki til þess, að þurft hefði að ýta við honum. Var nú snarast í að beita og beittar 18 lóðir, og þegar lagt af stað í róður- inn, er því var lokið. Var um það bil að verða hálfbjai't af degi, er lagt var frá landi og veður hið feg- ursta. Tóku menn hraustlega til ára og sóttu knálega róðurinn, voru hressir og kátir og hugðu gott til dagsins. Þegar komið var út á miðja Aðalvíkina, kom þó brátt í ljós, að sjór var ærið þungur og var nokkuð rætt um, hvað gera skyldi. Varð það þó að ráði, að halda áfram, og var ekki létt róðri fyrr en komið var út á Kögur. Þar þótti helzt afla von, eins og á stóð. Um það leyti er róður var stöðv- aður og menn taka að skyggnast um, er veðurútlit svo, að loft er orðið alþykkt og kafaldskorgur við sjón- deildarhring, sjór allþungur, en logn er enn. Er nú enn nokkuð rætt um, hvað af skuli taka. Tveggja tíma róð- ur er utan af Kögri til Látra, ef vel er róið. Með því að blæjalogn var, réðst það af með Friðrik og Þor- bergi, að leggja nokkrar lóðir, og var það gert í mesta flýti. Engin breyt- ing varð á veðri meðan á því stóð og var endadufli kastað út. Er þá enn farið að skyggnast um, og sést þá, að farið er að skafa lausamjöll á Straumnesfjallinu, og þykir ekki góðs viti. Skiptir það engum togum, að mjöll sést rjúka um allt fjallið og samtímis fara að koma skinnaköst á sjóinn, er sjómenn kalla svo. Eftir örfáar mínútur er kominn skarpur vindur og fer þyngjandi. Formaður skipar þá að leggja að duflinu og reyna að ná því og ein- hverju af lóðunum. Var það gert svo fljótt sem auðið var. Bráðhvessir nú í einni svipan, svo að andófsmenn höfðu ekki áfram á lóðinni. Voru þá settir fjórir til róðurs, og dugði ekki til. Leið ekki á löngu unz veður herti svo, að ekki markaði áfram. Formaðurinn, Friðrik Magnússon, dró línuna sjálfur, en Hermann Is- leifsson var í skutnum og skyldi bera í, ef eitthvað væri á lóðinni. Friðrik Finnbogason telur, að upp undir hálftíma hafi þó verið barizt við að ná inn lóðinni frá því að farið var að draga. Allt í einu sjá menn, að formaður gerir lóðina fasta á hjól- ið, seilist til hnífs með snörum hand- tökum og bregður á lóðina. Reis þá í sömu andrá sjór mikill við borð, en varð ekki að skaða. I sömu svif- um sjá andófsmenn Hermanni bregða fyrir aftur í skut með stýrið í höndum sér og var hann snöggur að renna því fyrir, setja sveifina á og snúa undan veðri og sjóum. Friðrik Finnbogason skýrir svo frá, að honum hafi ekki komið til hugar, að báturinn þyldi svo mikið 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.