Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 38

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 38
Fögur dýr og firna ljót Sjójurtagarðar og sjódýrasöfn laða að sér mikinn fjölda manna, af því að hafið býr yfir fegurð, sem á engan sinn líka á landi. Sumar lífverur und- irdjúpanna eru of litlar til þess að maður geti greint þær, en þó gæða þær undirdjúpaheim sinn mikilli feg- urð. En það verður einnig að játa, að margir sjávarbúar eru firna ljót- ir. Það er ekki undarlegt, þótt menn verði hræddir, þegar þeir sjá skepnu með stór, starandi augu, tennur eins og í stórri sög, og sporð og ugga búin illkvittnislegum beingöddum. En þótt einkennilegt virðist, gera ljót- ustu og hroðalegustu skepnur í sjón- um manninum sjaldan mein, enda þótt þær berjist innbyrðis upp á líf og dauða. Og fyrir hverja ljóta skepnu eru margir tugir fagurra og forvitnilegra. Menn þreytast ekki á að virða fyrir sér skæra liti páfagauksfisks- ins og tíguleika hans, þegar hann skýzt innan um blaktandi gróður í kórallagarði. Það er einnig skemmti- legt að sjá litla blossana í kjölfari skips eða brotnandi öldufaldi, en margir sjófarendur gera sér ekki grein fyrir og hafa engan áhuga á því, að þessir litlu blossar stafa frá örsmáum verum, sem kölluð eru maurildi. Þegar fiskur skvettir sér, sindrar allt í kringum hann, eins og kveikt hafi verið á flugeldum. En fegurð hafsins birtist í annarri mynd undir yfirborðinu. A það sér- staklega við, þar sem kórallar byggja furðugarða sína, sem eru dá- samlega fagrir. Sólin, er síar frá suma af geislum sólarinnar og deyf- ir aðra, breytir litum fiska, sem skjótast um, og alls konar gróðurs, sem bærist fyrir straumi, svo að menn hafa aldrei séð aðra eins lita- dýrð á þurrlendinu. Hin tiltölulega nýja skemmtiíþrótt, sem fólgin er í að kafa með öndunartæki, sem nær upp á yfirborð sjávar, gefur mönn- um kost á að virða fyrir sér undur, sem atvinnukafarinn einn sá til skamms tíma. Eitt af því fegursta, sem sjórinn á í fórum sínum, er sæfífillinn, sem er með margvíslegum litum og tilbrigð- um, en hann festir sig við kletta milli hæsta og lægsta fjöruborðs. En þrátt fyrir nafnið, og þótt hér virð- ist um blóm að ræða, er sæfífillinn dýr, og þeir einir reyna að tína hann, sem þekkja hann ekki. Sæfífillinn hefur nefnilega fálmara, sem hann getur stungið með og stundum svo, að mikill sársauki getur hlotizt af. Margar hroðalegar sögur eru til um hákarla. Þeir eru ljótir fiskar, allar 200 tegundirnar, og eru að auki kjötætur, svo að hrollur fer um menn, er þeir heyra þá nefnda. Hættulegir hákarlar eru líka raun- verulega til, einkum við Astralíu, þar sem grái eða Astralíuhákarlinn, sem er tiltölulega lítill, drepur jafnt og þétt menn, sem synda í sjónum, þrátt fyrir allar aðvaranir, eftirlit og hlífðarnet. En margar algengustu hugmyndirnar varðandi hákarlinn eru byggðar á sögum friðsamra æv- intýramanna, er eiga heima svo langt frá sjó, að þeir hugsa upp ævintýri, sem á honum gerast. I flestum þess- arasagna um skelfingu og naumlega undankomu birtist svartur bakuggi upp úr sjónum til að aðvara hetjuna eða skelfa áhorfandann eða æsa hverjar þær tilfinningar, sem höf- undurinn vill vekja. Sannleikurinn 22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.