Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 28
yrði við hann síðar. Magnús Bárð- arson frá Kálfavík lánaði þeim bát til heimferðar og vildi heldur ekkert fyrir það taka. Minnist Friðrik Magnússon alls þessa þakksamlega í bréfi, sem hann ritar Jóhanni Bárð- arsyni, höfundi bókarinnar Araskip, og birt er í bókinni (bls. 119). Laugardaginn 15. janúar héldu þeir Friðrik heimleiðis á báti Magn- úsar Bárðarsonar í léttu veðri. Voru þeir nú kátir og góðs hugar, en þó með nokkurri áhyggju um hagi og líðan heimafólks síns. Akváðu þeir að fara að Sléttu og sóttist ferðin greiðlega og þótti þeim nú allt dælla við Djúpssjóinn að eiga en fyrra föstudag. Það skyggði og á gleði þeirra, að Friðrik Finnbogason var mjög kulvís á leiðinni og lítilfj örleg- ur, og mjög brugðið frá því, sem hann átti vanda til á sjó. En þyngst lágu þó á mönnum áhyggjurnar út af líðan vandamanna sinna og ást- vina. A Sléttu var þeim Friðrik fagnað sem bezt mátti verða, enda heimilið rómað fyrir rausn og myndarskap. Þóttust menn bókstaflega hafa heimt þá úr helju, því allir voru þeir fé- lagar fyrir löngu taldir af. Á Sléttu bjó þá hreppstjóri Sléttuhreppinga, Brynjólfur Þorsteinsson. Viðdvölin á Sléttu varð þó mun skemmri en heimafólk hefði kosið, því að einmitt þenna morgun hafði hreppstjórinn lagt af stað til Miðvíkur og Látra ásamt Jónasi Dósóþeussyni, tengda- syni sínum, til þess að ráðstafa ein- hverri hjálp til heimila hinna drukknuðu manna. Engum kom til hugar, að nokkur þeirra myndi framar sjást lífs. Voru menn því óð- fúsir að komast heim fyrir kvöldið. Frá Sléttu til Miðvíkur er um það bil tveggja klukkustunda gangur og yfir fjallveg að fara, en að Látrum rösklega þriggja stunda gangur. Þeg- ar þeir komu í Miðvík, en þaðan var, eins og áður segir, helmingur skipshafnarinnar, voru þeir þar fyr- ir Brynjólfur Þorsteinsson hrepp- stjóri og Jónas Dósóþeusson. Eru þeir að koma út úr neðri bænum í Miðvík og hafa gert þar ráðstafanir sínar, þegar skipbrotsmennirnir komu í efstu brekkuna í Miðvík. Er þá komið auga á ferð þeirra, og get- ur fólkið talið þarna sex menn á ferð. Þótti þetta, sem von var, allkynlegt í svo fáförulu byggðarlagi. Verður það því að ráði, að þeir Brynjólfur og Jónas doka við með ráðstafanir sínar, unz ferðamennirnir eru komn- ir til bæja. Þarf ekki orðum að því að eyða, hvílíkur fagnaðarfundujr þarna varð, er heimtir voru sex menn úr heljargreipum, allir hressir og heilbrigðir. Geta má og þess, að formaðurinn, Friðrik Magnússon, var tengdasonur Brynjólfs hrepp- stjóra, þó að þá væri sú kona hans látin. Nú má raunar segja, að þessari sögu sé lokið, en þó mætti það bregða nokkru ljósi yfir hagi og lífsástæður fólks á þessum slóðum á þeim tíma, er hér ræðir um, að greina stuttlega frá heimilisástæðum mannanna, sem taldir voru af, og nú voru svo óvænt úr helju heimtir. Kona Þorbergs Jónssonar, Oddný Finnbogadóttir, var systir Friðriks Finnbogasonar. Þau Þorbergur áttu sex börn, og voru tvö hin elztu 10 og 12 ára. Kona Friðriks Finnbogasonar var dóttir Þorbergs Jónssonar. Þau áttu eitt barn og var konan ófrísk að öðru. Hér hefðu því orðið stór skörð í höggvin, ef Látrabáturinn hefði farizt með allri áhöfn, eins og al- mennt var gert ráð fyrir og eðlilegt mátti telja, þar sem ekkert hafði til hans spurzt í 9 daga, en þrotlaus stórviðri gengið allan tímann. Kona Þorbergs hefði þá misst þarna eigin- mann sinn, stjúpson sinn, Óla, og bróður sinn, Friðrik Finnbogason. Kona Friðriks hefði þá misst í einu eiginmann sinn, föður og bróður. Þannig voru heimilisástæður í Efri- Miðvík, er þessir atburðir gerðust, og ekki furða, þó að samvizkusömum manni, eins og Brynjólfi Þorsteins- syni, hreppstjóra,þætti þörf á að huga þar að og liðsinna, ef auðið væri. Formaðurinn, Friðrik Magnússon, var þá ekkjumaður, er þetta gerð- ist, eftir fyrstu konu sína, Gunn- vöru Brynjólfsdóttur hreppstjóra á Sléttu. Hann bjó þá með ráðskonu og aldraðri móður sinni. Syni átti hann tvo, er báðir voru ungir þá. Var annar með föður sínum, en hinn ólst upp á Sléttu hjá afa og ömmu. Hann varð fyrir þeirri þungu sorg, að missa báða þessa syni í sjó full- vaxta og hina efnilegustu menn. Fórust þeir saman á Leif frá Lang- eyri haustið 1924. Marga harða hildi háði Friðrik Magnússon við Ægi á langri ævi með mikilli harðfengi og heppni, og margan dýrmætan feng dró hann úr skauti hans, en varð og að reyna það, sem yfir margan slíkan hefur gengið, að gjalda honum drjúg- an skatt og þungar fórnir. Jósep Hermannsson hélt þá heim- ili á Látrum með öldruðum for- eldrum og var fyrirvinna þeirra og stoð. Hann var maður ókvæntur og barnlaus. Hermann Isleifsson átti konu á lífi og stálpaðan son. Er þá lítillega skýrt frá högum þeirra, sem lögðu frá landi á Látra- bátnum „Hlöðver“ að morgni dags 7. janúar 1905, og ekki of mælt, að það barg lífshamingju margra., ungra og gamalla, að svo giftusamlega tókst um þá för. (SlyáS í jan. 1959). Köttur sem laumufarþegi. Skipshöfnin á brezka flutningaskipinu „Brookmount“ fann einn dag, er skipið var að fara úr höfn, svartan fresskettling, er einhvern veginn hafði laumast um borð. Þeir skýrðu hann strax „Nigger“, og lifði hann síðan paradísartilveru um borð, þar til skipið var selt í brotajárn fyrir mörgum áru msíðan. Eftir 11 ára tilveru um borð í þessu ágæta skipi, „komst „Nigger" um borð í annað flutningaskip, „Ulster Herdsman", þar sem sagan segir að honum liði ekki síður vel. Skipverjarnir þar um borð segja að „Nigger heimsæki a. m. k. eina eða jafnvel tvær kattkærustur í hverri höfn, en honum heppnist þrátt fyrir það ávallt að koma á réttum tíma um borð, er skipið lætur úr höfn. Það lítur helzt út fyrir, að hann hafi það á tilfinningunni, hvað skip- inu er ætluð löng viðstaða hverju sinni, og landvist hans takmarkast af þeim tíma. Fyrir nokkrum árum varð „Nigger" þó á í messunni, og varð illa bylt við. Það skeði í Liverpool, að þegar hann kom hlaupandi niður á hafnarbakkann, var ný- búið að sleppa lausu, eftir þó að hafa hinkrað við í hálftíma. En „Nigger“ hik- aði hvergi, heldur henti sér í sjóinn og synti á eftir skipinu. Eftir að hann hafði synt þrjrá eða fjórar skipslengdir, náðu skipverjar til hans og drógu hann upp úr sjónum, sem undir öllum kringumstæðum er allra katta skelfing. nh. 12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.