Gripla - 01.01.1975, Page 20

Gripla - 01.01.1975, Page 20
16 GRIPLA Þorkell aðalfari og menn hans sigla norður til tröllaheims til þess að finna Utgarða-Loka. Þeir lenda í hrakningi og verða eldslausir á ókunnri strönd, neyðast til þess að éta hrátt og verða veikir af. Loks sér Þorkell, hvar glyttir í eld álengdar. Hann setur gimstein í siglutoppinn, til þess að rata aftur, og heldur af stað. Hann fer mjóan stíg og kemur að þröngum helli, sem hann gengur einn inn í, og er nú lýst íbúum og húsakosti á þessum stað. Þarna eru fyrir tvö tröll5 með hornnef, eða nef eins og löng horn, og notuðu tröllin þau til þess að skara öllu tiltæku á eldinn, til þess að halda honum lifandi. Dyrnar voru ljótar og dyrastafirnir rotnir, veggirnir ataðir skarni, loftið skítugt og gólfið ormum stráð, svo að bæði augu og hug hlaut að klígja við. Þorkell biður um leiðsögn til heimkynnis Útgarða-Loka, en verður að vinna það til að mæla þrjú sannyrði. Það tekst Þorkatli svo að tröllin eru ánægð. Síðan biður hann um eld, og verður nú að segja önnur þrjú sannyrði. Að því búnu fær hann eldinn, og heldur áfram ferð sinni. Á því getur víst ekki leikið vafi, að hér er sama söguefnið og kemur fram í Illuga dansi, og í öðru lagi í Illuga sögu Gríðarfóstra. Frásagnarpósturinn hjá Saxa er byggður upp af nokkrum skýrum at- riðum bundnum saman í lítt hagganlega atburðarás. Atriðin eru þessi: (a) Sigling norður í tröllheima, (b) eldsleysi til meins, (c) eldur sést í fjarska, (d) hetjan fer að leita eldsins, (e) hann finnur eldinn í helli hjá tröllum, (f) tröllin krefjast af honum sannyrðasagnar, áður en hann fái eld- inn. Síðan fer hann leiðar sinnar. Beinum nú fyrst athyglinni að dansinum án þess að taka fornaldar- söguna með í reikninginn. í Illuga dansi koma fram öll atriðin a-f úr frásögn Saxa og í óbreyttri röð. Þar er þannig notaður sami frásagnar- 5 Tröllin eru hér nefnd aquili. Hjá Saxa kemur það orð aðeins fyrir á einum stað öðrum, í upptalningu yfirnáttúrlegra vera (2. bók, II, 2, tilv. útg., bls. 40,3). f báðum tilvikum þýðir J. Olrik aquili með ‘Svartalfer’ og styðst þá ljóslega við lýsingarorðið aquilus, dökkur, en það er mjög sjaldgæft orð. En í orðasafninu við tilv. útgáfu Gesta Danorum er nafnorðið aquilus skýrt: nomen avis monstruosi. Hér eru tvær ólíkar skýringar á ferðinni, því að ekki mun kunnugt um þá hug- mynd, að (svart)álfar séu í fuglslíki. Mætti láta sér detta í hug, að fyrir Saxa hafi vakað lýsandi tröllsheiti á borð við Arinnefja (og hafi hann tengt það við fugls- heitið örn, ari, lat. aquila) samtímis hugmyndinni um eldskörungsnefið (arin-nef?), sem skýrt kemur fram í lýsingu hans. Þetta er ekki annað en tilgáta, en um leið má minna á, að hendur Gríðar eru sem arnarklær í Illuga sögu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.