Gripla - 01.01.1975, Page 38

Gripla - 01.01.1975, Page 38
34 GRIPLA Sjóhrakningslýsingin hlýtur því að vera gerð eftir dansvísum. Þótt ekki sé nú hægt að telja þær eða gera sér nákvæma hugmynd um innihaldið, er þó Ijóst um hvað þær voru, og að notaðar voru endur- tekningar og andstæðnaleikur til skáldlegra áhrifa. Ef eitthvað vottaði fyrir þessari sömu lýsingu í einhverri af upp- skriftum dansins, mundu nú frekari vitni um upptök fomaldarsögunn- ar þykja heldur lítils verð. En svo vel er ekki. í flestum gerðum dansins er siglingin nefnd, en hvergi er nein sérstök siglingarlýsing. Að vísu má benda á, að sú lýsing hefði alltaf verið sérstakur póstur í dansinum og tengsl hennar við frásagnarefnið svo lausleg, að sagan hefði einskis misst þótt hún félli burt. Og hætt er við að slíkir póstar hafi stundum orðið út undan hjá kvæðamönnum sem rauluðu fyrir mismunandi pennagreiða fornfræðinga áður fyrr. En það breytir nú engu. Hins vegar er hliðstæð siglingarlýsing í dansi af sama efnis- flokki, dansinum um Göngu-Hrólf, sem einnig er ber að því að hafa lánað Illuga dansi (annað) efni.1 Aðeins brot þessa dans er varðveitt í Noregi, en siglingarlýsingin er varðveitt í færeysku gerðinni. Þar er sagt frá illviðri sem hrekur hrausta drengi norður í Tröllabotn, og einstök atriði, orð, og jafnvel rímorð minna á lýsinguna í Illuga sögu. Hér er ekki rúm til að taka þessa lýsingu upp, en sjá FK I 583-625, einkum A-gerðina v. 17-24 og C 21-26, en einnig hinar uppskriftirn- ar. í C hefjast allar vísur lýsingarinnar á ‘Tá var veður á sjónum hart’, sbr. endurtekningarnar um veðrið í Illuga sögu. Mikið er gert úr hraðri siglingu (t. d. C 22: ‘ísland var sum fuglur á sjón, / teir liðu út frá londum’) sbr. ‘tók þá skipit at gánga of mikit’. A 20: ‘... aldan breyt í bæði borð, / allvæl dugdu dreingir’ sbr. ‘inn rann á bæði borð’ og orðin um hreysti leiðangursmanna í sögunni: ‘engi talaði æðruorð.’ A 20: ‘. . . hurrar í hvprjum streingi’, A 23: ‘. . . togini gingu sundur’ sbr. ‘tekr nú hvert band at slitna’. Þannig mætti halda áfram. Líkingin vitnar um skyldleika siglingarlýsingar Göngu-Hrólfsdansins færeyska og þess kveðskapar sem Illugasöguhöfundur hefur stuðzt við,2 en í færeyska dansinn vantar þó þann andstæðnaleik sem glögg merki eru um í sögunni. Mætti því ætla að vísumar að baki Illuga 1 F0roya kvæði, nr. 29, Norske Folkeviser (Landstad), nr. 5, Danmarks gamle Folkeviser, nr. 41. Sjá bls. 21, nm. 9 hér að framan. 2 í siglingarlýsingunni í Sörla rímum (II., v. 4-12, Rímnasafn (Finns Jónssonar) II, K0benhavn 1913-22, bls. 89-90) eru einnig ýmis orð og atriði hin sömu. Þar er J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.