Gripla - 01.01.1975, Qupperneq 38
34
GRIPLA
Sjóhrakningslýsingin hlýtur því að vera gerð eftir dansvísum. Þótt
ekki sé nú hægt að telja þær eða gera sér nákvæma hugmynd um
innihaldið, er þó Ijóst um hvað þær voru, og að notaðar voru endur-
tekningar og andstæðnaleikur til skáldlegra áhrifa.
Ef eitthvað vottaði fyrir þessari sömu lýsingu í einhverri af upp-
skriftum dansins, mundu nú frekari vitni um upptök fomaldarsögunn-
ar þykja heldur lítils verð. En svo vel er ekki. í flestum gerðum
dansins er siglingin nefnd, en hvergi er nein sérstök siglingarlýsing.
Að vísu má benda á, að sú lýsing hefði alltaf verið sérstakur póstur í
dansinum og tengsl hennar við frásagnarefnið svo lausleg, að sagan
hefði einskis misst þótt hún félli burt. Og hætt er við að slíkir póstar
hafi stundum orðið út undan hjá kvæðamönnum sem rauluðu fyrir
mismunandi pennagreiða fornfræðinga áður fyrr. En það breytir nú
engu. Hins vegar er hliðstæð siglingarlýsing í dansi af sama efnis-
flokki, dansinum um Göngu-Hrólf, sem einnig er ber að því að hafa
lánað Illuga dansi (annað) efni.1 Aðeins brot þessa dans er varðveitt
í Noregi, en siglingarlýsingin er varðveitt í færeysku gerðinni. Þar er
sagt frá illviðri sem hrekur hrausta drengi norður í Tröllabotn, og
einstök atriði, orð, og jafnvel rímorð minna á lýsinguna í Illuga sögu.
Hér er ekki rúm til að taka þessa lýsingu upp, en sjá FK I 583-625,
einkum A-gerðina v. 17-24 og C 21-26, en einnig hinar uppskriftirn-
ar. í C hefjast allar vísur lýsingarinnar á ‘Tá var veður á sjónum
hart’, sbr. endurtekningarnar um veðrið í Illuga sögu. Mikið er gert
úr hraðri siglingu (t. d. C 22: ‘ísland var sum fuglur á sjón, / teir liðu
út frá londum’) sbr. ‘tók þá skipit at gánga of mikit’. A 20: ‘... aldan
breyt í bæði borð, / allvæl dugdu dreingir’ sbr. ‘inn rann á bæði borð’
og orðin um hreysti leiðangursmanna í sögunni: ‘engi talaði æðruorð.’
A 20: ‘. . . hurrar í hvprjum streingi’, A 23: ‘. . . togini gingu sundur’
sbr. ‘tekr nú hvert band at slitna’. Þannig mætti halda áfram.
Líkingin vitnar um skyldleika siglingarlýsingar Göngu-Hrólfsdansins
færeyska og þess kveðskapar sem Illugasöguhöfundur hefur stuðzt
við,2 en í færeyska dansinn vantar þó þann andstæðnaleik sem glögg
merki eru um í sögunni. Mætti því ætla að vísumar að baki Illuga
1 F0roya kvæði, nr. 29, Norske Folkeviser (Landstad), nr. 5, Danmarks gamle
Folkeviser, nr. 41. Sjá bls. 21, nm. 9 hér að framan.
2 í siglingarlýsingunni í Sörla rímum (II., v. 4-12, Rímnasafn (Finns Jónssonar)
II, K0benhavn 1913-22, bls. 89-90) eru einnig ýmis orð og atriði hin sömu. Þar er
J