Gripla - 01.01.1975, Síða 196
192
GRIPLA
mynd sem býr í skógi, en í lok kvæðisins breytist hún í landamerki.11
Þetta kvæði er án efa þýtt úr einhverju Norðurlandamálanna, þótt það
sé aðeins til á íslenzku nú, og bendir til orðsins stavrá eða svipaðs
orðs á miðöldum, sennilega í norsku eða sænsku.
Því hefur stundum verið haldið fram að rg ‘stöng’, sbr. norsku og
sænsku rá ‘stöng, landamerki’, og norska og sænska rá ‘vættur’ sé eitt
og sama orðið; það kemur heim við dæmið í Stafrós kvæði.12 Þannig
væri orðmyndin Bifrp auðskilin. En þess ber að gæta að í ýmsum
fomlegum sænskum mállýzkum kemur fyrir rad ‘vættur’, en ekki ra,
og það gæti verið fornlegri mynd orðsins. Um þetta verður því ekki
fullyrt.
(d) Bibr-rau gæti verið Bifr-rg. En þá er vandséð hvað bifr- gætí
verið.
(e) Bibr-au gætí verið Bifr-g. Óvíst er hvað bifr- getur verið, og auk
þess er g ‘á, fljót’ ósennilegur samsetningarliður í nafni kvenvera; ey
væri e. t. v. nærtækara.
Af þessum fjórum kostum er (c) vænlegastur. Rúnin b táknar þá
raddaða önghljóðið [b], allófón af /f/;13 það virðist geta staðizt. Ekk-
ert er því til fyrirstöðu að lesa au sem ó; í öðrum ristum eru dæmi
um að au tákni stutt o, og einnig er dæmi um að au tákni lang't, nef-
kveðið o, en þettá kemur fyrir í rúnaristum frá tíundu öld.14
sailskapets i Uppsala förhandlingar, Jan. 1916-Dec. 1918; Uppsala 1919, 45-58,
Lars Levander, ‘Om rá “mytiskt vasen’”, Nysvenska studier III (1923) 101-147,
Petrus Envall, Gudastolpen, Rod och Rád, En studie i fornnordisk sprák- och reli-
gionshistoria, Uppsala 1969, 7-16, Jan de Vries, Áltgermanisclie Religionsgeschicli-
te I, Berlin 1970, 261, II, Berlin 1957, 249-250.
11 Islenzk fornkvœði, Tslandske folkeviser I, udg. af Jón Helgason, Editiones
Arnamagnæanæ, Series B, vol. 10, K0benhavn 1962, 50-55. Langt er síðan bent
var á tengsl orðanna Stafró og rá, íslenzk fornkvœði II, ved Svend Grundtvíg og
Jón Sigurðsson, Nordiske Oldskrifter XXIV, Kj0benhavn 1858, 59 nm.
12 I Arons sögu segir: ‘Maðr er nefndr Auðunn ok var kallaðr handi. Hann var
lítill maðr ok nær liálfrœingi’, Sturlunga saga II, Jón Jóhannesson, Magnús Finn-
bogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna, Reykjavík 1946, 240, 311; merking
mun vera ‘hálfgerður dvergur (að vexti)’..Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle
norske Sprog I, Kristiania 1883,706,áleit og ýmsir aðrir síðan að í þessu orði væri
fólgið sama orðið og rá ‘vættur’. Ef svo er styður það þessa skýringu.
13 Sbr. William G. Moulton, ‘Xhe Stops and Spirants of Early Germanic’, Lan-
guage XXX (1954), 18.
11 Sbr. Ballaugh á Mön, um 950-1000, aulaibr, þ. e. sennilega Qleifr, sem