Eimreiðin - 01.10.1938, Blaðsíða 48
392
HOGGORMUR
EIMBEIÐlf1
„Sá held ég hafi skýringar á prjóriunum eða rök!“ sagð1
Árni storkandi.
Nú var það ég, sem var orðinn vondur. „Þú veizt vönandu
að ég hef ekki annan eins gáfnahaus og þú.“
„Ó, þú mikli röksnillingur!“ kvað Árni.
„Ég trúi samt betur því, sem stendur í biblíunni, heldur e11
skýringum þinum,“ hélt ég áfram með vaxandi þykkju.
„Hefurðu verið að ruglá í biblíunni?“ spurði Árni, og lang:1
andlitið hans varð eitt hræðilegt spurningarmerki.
„Ég hef verið að lesa í biblíusögunum mínum. Og í þellU
er ekki annað en sannleikur, því að þar hefur guð talað fýrl1
munn sinna spámanna, sagði séra Jóakim mér,“ sagði e»
drjúgur.
„Oho! Ekki er biblían óskeikul, þó að pokar eins og' >ío:1
kim gamli myndi gúlana af fullyrðingum um sannleiksgil1*1
hennar.“
„Svei þér, Árni. Ég trúi séra Jóakim hetur heldur en Þcl’
þegar þú dirfist að koma með svo fáránlega skýringu, að högo
ormur sé eiturkvikindi. Eða heldurðu, ef til vill, að hann hef^1
gefið henni Evu eplið, — skilningseplið, ef hann hefði veí>
banvænn?"
Árni rak upp stór augu.
„Ha, hæ! Höggormurinn, sem gaf lienni Evu eplið, var :11111
ars eðlis. Sá snáði var ekki venjulegur höggormur."
„Nú?“ spurði ég.
„Ég held nú ekki,“ sagði Árni og dró upp í aðra nösina.
„Svo-o?“ spurði ég. <(
„Það var kölski sjálfur, skal ég segja þér, drengur m11111’
sagði Árni.
„Hvað er að heyra þetta!“ hrópaði ég eins og veikluð kon-
„Hann brá sér í höggormslíki, læddist inn í aldingaiði*1
Eden og tældi Evu til að horða epli af skilningstrénu. Eva o*1
Adam af eplinu. Og Adam át,“ þuldi Árni.
Þarna mætti ég nýjum leyndardóm.
„Hver skapaði kölska?“ spurði ég.
„Guð,“ sagði Árni dræmt.
„Er guð ekki alvitur?“ spurði ég.
„Jú,“ sagði Árni.