Eimreiðin - 01.10.1938, Blaðsíða 112
45 (i
RITSJÁ
eimreiðin'
eru persónurnar óekta og falskar. Persónurnar hjá liöf. koma eðlilega fyrir,
og einkum er Jón Þór, skáldið, sveimhuginn, augnabliksmaðurinn, ætíð á
valdi tilfinninganna og draumanna, persóna, sem vekur óskifta athygl*
lesandans og gæti í liöndum góðs leikara orðið minnisstæð. Annars eru
allar persónur leiksins sérstæðar, hver á sinn hátt, og engri ofaukið
nema ef vera skyldi ungu stúlkunni, Elinu, í 3. þætti. Samtöl leiksins
eru yfirleitt stutt og skýr (á bls. 75, 2. 1. að ofan, mun vera leiðinleg
prentvilla, og víðar er prófarkalestri nokkuð ábótavant), og oft hregður
fyrir skáldlegum glöinpum i tilsvörunum.
Ég hef lesið þetta nýja leikrit Sigurðar Eggerz niéi’ til ánægju, og ég
hlakka til að sjá livernig það muni standast prófið á leiksviði. Leikendur
vorir munu að sjálfsögðu taka það til meðferðar áður en langt um líður.
Su. S.
Þórunn Magnúsdóttir: LÍF ANNARA. Rvík 1938 (Mímir h.f.). Þetta er í
rauninni smásögusafn, tengt saman með dálitlum formála og eftirmála.
en ekki nein heilsteypt skáldsaga. Formálinn og eftirmálinn er um ungu
stúlku, sem er nýkomin i fjarðarþorp eitt, þar sem liún lendir í kaffi'
drykkju með fjórum venjulegum Leitis-Gróum og hlustar á umræður
þeirra um siðferðisástand fjarðarhúa — og þá fyrst og fremst uin þrjár
konur, Unu Hjalta, Sigrúnu Aradóttur og Steinunni, sem svo eru nefndar,
— og síðan tekst þessi unga stúlka á hendur að verja þessar konur fyrir
almenningsálitinu og fordæma gleði rógberanna yfir því, „sem mönnunum
mistekst í gæfuleit sinni“. Innan þessara vébanda er svo líf liinna þriggja
kvenna afhjúpað fyrir augum lesandans, eins og það hefur verið í raun
og veru, og þetta gerir höf í þremur svo að segja alveg sjálfstæðum siuá-
sögum á ljósan, einfaldan og samúðarfullan liált, þannig að úr liinni
ógeðslegu mynd frá kaffiborði kjaftakerlinganna verður lýsing á ófull-
nægðri þrá, mikilli sjálfsafneitun og vonbrigðum í ástum manna og
kvenna, sem bera harm sinn með þreki og geta i „töfrabláma einnar tungl'
skinsnætur" endurnærst af þeim kærleika, sem aldrei átti að sjá né mátti
sjá dagsins Ijós. Höf. befur hér sýnt næman skilning á sálarlífi vissrar
tegundar manna og kvenna, sem lent hafa í ástasorgum, en í því myrkviði
Lofnar reynir oft meira á manndóm og þrek en meinfýsinn náungi þeirra,
sem i þeim þrautum lenda, er að jafnaði reiðubúinn til að sjá og viður-
kenna. Það er einmitt um þetta viðkvæma efni, sem bókin fjallar —
höf. hefur gert því góð skil. Hér tekur höf. fastari tökum á efninu en 1
hinum sundurlausu sögum, sem áður hafa út komið eftir liana. Mér var
ánægja að því að lesa þessa bók, en það sama varð ekki sagt um bók höf-
undarins, Dætur Reykjavíkur. Sá, sem hefur Jiað hlutverk að geta um
bækur, verður að pæla í gegnum margt, sem er honum til leiðinda. Eink-
um tekur það á þolinmæðina þegar leita þarf í hverjum krók og kima,
ef svo má segja, eftir einhverju, sem hægt sé að segja bókinni til lofs, an
þess að bræsna. En þetta verður þó að hafa í huga, einkum þegar ungir
höfundar eiga í hlut. Með þessari bók hefur Þórunn Magnúsdóttir sýnt,