Eimreiðin - 01.01.1946, Blaðsíða 90
70
GISTING
EIMREIÐIN
mest í ónotum og rifrildi. En ég liallast frekast að' vkkar stefnu
í fjármálum. Mér lízt að minnsta kosti ekki á kommúnismann
fyrir okkur bændurna. Ég hef ekki trú á verulegum samyrkjubú-
skap bér á landi. Ég vil lielzt eiga mína jörð sjálfur.
— Já, minnstu ekki á kommana í mín eyru. En þeir meina
heldur ekkert með þessu, blessaður. Þetta er aðeins þeirra inatar-
pólitík, sem öll er stíluð upp á verkamenn og óánægða smábænd-
ur. En annars ættir þú að taka miklu meiri þátt í flokkstarfinu. Þú
hefur menntunina, og ég er viss um að þú gætir unnið flokknum
mikið gagn. Okkur vantar bér duglegan áróðursmann. Hver veit
nema þú sért líka rétta þingmannsefnið, þegar Guðmundur gamli
hættir, eða brekkur upp af. Hann fer nú bráðum til þess, karl-
fauskurinn. Skál, vinur.
— Ég er liræddur um, að ég verði aldrei nógu liðtækur í þeiin
málum. Mig vantar bæði sannfæringuna og baráttuviljann.
— Segðu ekki þetta. Sjáðu nú til. Við getum talað í einlægni.
Þú grípur ekki nóg á lífæð lífsins, ef ég má orða það svo, til að
átta þig. Ég þekki þetta blutleysisskraf, það er blindni, vitleysa.
Trúðu mér fyrir því. Taktu nú eftir. Hér er ekkert bægt að kom-
ast nema eftir flokksleiðunum. Og annaðhvort notar þú flokkinn,
eða einbver flokkur notar þig. Hver er sjálfum sér næstur, og
það er því ágætt, ef maður getur unnið fyrir flokkinn um leið
og sjálfan sig. Maður liefur alltaf einhverja sannfæring, og glímu-
skjálftinn kemur, þegar maður finnur smjörþefinn af völdunum,
berðu mig fyrir því, gamli vinur.
— Þetta getur verið.
— Já. Það er svona. Taktu stjórnmálaafstöðu þína til nýrrar
yfirvegunar. Það er áreiðanlega vinarráð gamals bekkjarbróður.
Sláðu ekki efanum út. Það er þér einum til skaða. Og hnipptu
í karlana béma í kringum þig. Þeir bafa gott af því. Þeim mun
sterkari sem við verðum, þeim mun meira getum við gert fvrir
okkar menn. Ég tala nú ekki um, ef við náum meirihluta í J)ing-
inu. Annars er það andskoti illt, ef maður getur ekki eitthvað
bjálpað þér. Það ætti ekki að vera loku fyrir |>að skotið að konia
þér í eittbvað fyrir sunnan. ]\ú er svo víða hörgull á mönnuni.
Alltaf ætti að vera liægt að stinga þér í einhverja nefnd og l)yl
frekar sem |>ú ert ákveðnari. Hvernig lízt })ér á það? Okkar u