Eimreiðin - 01.01.1946, Blaðsíða 43
EIMREIÐIN
LÝÐVELDISSTJÓRNARSKRÁIN
23
því hve margir kjósendur standa að baki hverjum þingmanni að
meðaltali í liinum ýmsu löndum.
Framboð til þingmennsku þarf að leggjast niður. 1 stað þess
a að koma þegnskylda til starfsins, a. m. k. eitt kjörtímabil í
senn. Þá færi lýðræðið að njóta sín. Til þess að koma í veg
fyrir, að atkvæði dreifist um of, mætti binda kjörgengi við með-
mæli ákveðins hluta kjósenda í kjördæminu, t. d. 1/20, 1/15 eða
1/10 liluta þ eirra.
Umfram allt má stjórnarskrá ekki gera ráð fyrir stjórnmála-
flokkum. Þeir eru stundarfyrirbrigði, sem dafna, dvína og deyja
a misjafnlega sköminum tíma, En þjóðin lifir, og fyrir hana, en
ekki stjórnmálaflokkana, á stjórnarskráin að \era gerð. Stjórn-
málaflokkar eru að miklu levti byggðir á trú, en ekki þekkingu,
þó ekki á trú á æðri máttarvöld, lieldur á trú á flokka og for-
lngja þeirra. Þessi trú verður iðulega að múgsefjun, eða liún
orsakar einskonar vitfirringu, sem brýzt fram í liatri til þeirra
manna, sem eru á öðrum leiðum. Alþingismenn og aðrir, er um
almenn mál fjalla, láta of oft flokka, foringja þeirra eða aðra,
Fugsa fyrir sig, í stað þess að hugsa sjálfir. Því miður liefur nú
nm skeið verið lagt meira kapp á að veiða menn í flokka en
leiðbeina þ eim í að hugsa sjálfstætt, og mun lengi að því búa.
Áald forseta þarf að auka frá því sem nú er. Hann verður að
Fafa skýlausan synjunarrétt þangað til meiri liluti kjósenda í
landinu liefur sýnt annað. Komist alþingi í sjálfheldu með mál,
a forseta að vera lieimilt og jafnvel skylt að taka málið í sínar
liendur. Það mundi kenna þingmönnum að sýna viðleitni í því
aÓ greiða úr óþörfum þrætum.
Ríkisstjórn ætti ávallt að vera skipuð utanþingsmönnum. Yrðu
þingmenn fyrir valinu, ættu þeir að leggja niður þingmennsku
a meðan þeir skipa ráðherrasess.
Ef þær erlendu stjórnarskrár, sem nú hefur verið safnað, hafa
eitthvað að geyma, sem okkur mætti að gagni verða, er sjálfsagt
aÓ færa sér það í nyt. En um leið ætti að sneiða hjá því, sem
valdið hefur öðrum þjóðum mestra erfiðleika og frelsisskerðinga.
En fyrst og fremst verður að sníða íslenzka stjórnarskrá eftir ís-
lenzkum staðháttum og skapferli.
Ueir, sem semja væntanlega stjórnarskrá, æltu að gæta þess
vandlega að skrá liana í stuttu og skýru máli. Mikið mál eða