Eimreiðin - 01.01.1946, Blaðsíða 72
52
HORFIÐ ER NORÐURLAND
eimreiðin
Svo loftið þær eitra. Og lævísi hjörtun seyrir.
En lávarður stjarnanna bænirnar ekki heyrir.
Því valdið er Mammons — mátturinn, dýrðin og spekin.
Og manndýrið ráðþrota gælir við heimskubrekin.
Oss pundi var miðlað. Vér grófum það geiglaust í jörðu.
Það gefst ekki tvisvar. Því réttlætið beitir oss hörðu.
Mun örlagastundin þá liðin og líknstafaorðið ? —
Hvort leggjum vér innan skamms síðustu spilin á borðið ?
Nei. Eitt sinn skal morgna. Og aftur rís landið úr sænum.
Og engjarnar bylgjast í glóðheitum sunnanblænum.
Þá ekrurnar blómgast og blikar á gullnum öxum.
En brugðið er svefni. Og þýtur í rjúkandi föxum.
Já, horfið er Norðurland yður, sem ættböndin slituð,
með ilmþrungnar heiðar og bláf jöllin gullmóðu lituð. —
Sé ég í hillingum draumríki dætra og sona,
dverghamra nýja og kastala ófæddra vona.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi.
EFNISSKRÁBN.
Efnisskrá Eimreiðarinnar 1895—1945 er nú í prentun, samin af dr.
Stefáni Einarssyni, háskólakennara í Baltemore — og ítarleg' mjög.
Handritið var ekki tilbúið til prentunar fyrr en um mánaðamótin
janúar—febrúar 1946. Vegna anna í prentsmiðjunni kann prentun
eitthvað að seinka, og verður ekki sagt með vissu, hvenær skráin
verður tilbúin til útsendingar. Þeir, sem þegar hafa gerzt áskrifendur
að Efnisskránni, fá hana senda undir eins eftir útkomu hennar. Aðrir,
sem ætla að trygg-ja sér eintak, en hafa ekki gert það ennþá, ættu að
gera það sem fyrst, því upplagið verður takmarkað. Verð bókarinnar
er kr. 10,00, svo sem áður hefur verið auglýst.