Eimreiðin - 01.01.1946, Blaðsíða 92
eimiuí.ðin
Leiklis±in.
Leikfélag Reykjavíkur: Skálholt.
Leikfélag Hafnarfjarðar: Tengdapabbi.
Leikfélag templara: Tengdamamma.
Menntaskólaleikurinn: Enarus Montanus.
■ Frá jólum og til föstuinngangs
hefur ekki verið haldin ein einasta
sýning á sjónleiknum Skálholt,
svo ekki hafi verið skipað í hvert
sæti í leikhúsinu, eða „allt upp-
selt“, eins og segir í auglýsing-
unum. Samt er hér á ferðinni
hvorki léttur gamanleikur né dill-
andi söngleikur, sem þykja væn-
legir til að hæna fólk að húsinu,
heldur gefur á að líta þungan
harmleik. Miklu veldur vitaskuld
um aðsóknina að þessum leik, hve
harmsaga Ragnheiðar biskups-
dóttur er mönnum fersk í minni,
ef svo mætti segja, þrátt fyrir 300
árin, sem liðin eru síðan atburð-
irnir gerðust í Skálholti. Skáldin
hafa hvert eftir annað haldið sög-
unni á lofti og blásið að glæðun-
um svo rauður loginn brann, en
út úr hinni rómantísku glóð kem-
ur biskupsdóttirin sem hálfgerð
þjóðhetja eða kannske öllu heldur
dýrlingur, fyrir píslarvætti mey-
dómsins. Andhverft mat á hlutun-
um er í sjónleiknum um gálga-
peðið eftir Finnann Runar Scbildt.
En sleppum þessu.
Ur hinu stökkharða, glæra
postulíni þjóðsögunnar hefur leik-
ritaskáldið Guðmundur Kamban
steypt persónu, sem lifir og dreg-
ur andann á leiksviðinu hverja
kveldstund, sem leikið er. Vegna
þess að hann rekur ekki erindi
áhorfenda, sem viija sjá dýrling
sinn uppmálaðan, verður lýsingin
á þessari Ragnheiði svo eftir-
minnileg. Hér er kona, sem stend-
ur frammi fyrir fjöldanum, stolt
og ríkgeðja eins og hún á föður-
inn til, og krefst réttar síns sem
kona. Andspænis henni er ekki
nema ein persóna í leiknum, bisk-
upinn í Skálholti, Brynjólfur
Sveinsson. Jafnvel elskhuginn
hverfur. Daði Halldórsson og allt
annað fólk er eyðufylling. — Eins
og hið látna skáld gekk frá síð-
ustu gerð leikritsins, og þannig
er það nú sýnt í fyrsta sinn af
Leikfélagi Reykjavíkur, er það
stórbrotið verk — ekki meira, en
heldur ekki minna. Það verður
ætíð eftirsjón að því, að Guð-
mundi Kamban entist ekki líf
að semja leikritið að öllu leyt>
fyrir íslenzkt leiksvið. Málfarið
hefði grætt á því, að þýðingunni
annars ólastaðri, að hann hefði
sjálfur fjallað þar um. Ef til vill
hefði hann áttað sig á því,
síðasta atriði leiksins, útfarar-