Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 92

Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 92
eimiuí.ðin Leiklis±in. Leikfélag Reykjavíkur: Skálholt. Leikfélag Hafnarfjarðar: Tengdapabbi. Leikfélag templara: Tengdamamma. Menntaskólaleikurinn: Enarus Montanus. ■ Frá jólum og til föstuinngangs hefur ekki verið haldin ein einasta sýning á sjónleiknum Skálholt, svo ekki hafi verið skipað í hvert sæti í leikhúsinu, eða „allt upp- selt“, eins og segir í auglýsing- unum. Samt er hér á ferðinni hvorki léttur gamanleikur né dill- andi söngleikur, sem þykja væn- legir til að hæna fólk að húsinu, heldur gefur á að líta þungan harmleik. Miklu veldur vitaskuld um aðsóknina að þessum leik, hve harmsaga Ragnheiðar biskups- dóttur er mönnum fersk í minni, ef svo mætti segja, þrátt fyrir 300 árin, sem liðin eru síðan atburð- irnir gerðust í Skálholti. Skáldin hafa hvert eftir annað haldið sög- unni á lofti og blásið að glæðun- um svo rauður loginn brann, en út úr hinni rómantísku glóð kem- ur biskupsdóttirin sem hálfgerð þjóðhetja eða kannske öllu heldur dýrlingur, fyrir píslarvætti mey- dómsins. Andhverft mat á hlutun- um er í sjónleiknum um gálga- peðið eftir Finnann Runar Scbildt. En sleppum þessu. Ur hinu stökkharða, glæra postulíni þjóðsögunnar hefur leik- ritaskáldið Guðmundur Kamban steypt persónu, sem lifir og dreg- ur andann á leiksviðinu hverja kveldstund, sem leikið er. Vegna þess að hann rekur ekki erindi áhorfenda, sem viija sjá dýrling sinn uppmálaðan, verður lýsingin á þessari Ragnheiði svo eftir- minnileg. Hér er kona, sem stend- ur frammi fyrir fjöldanum, stolt og ríkgeðja eins og hún á föður- inn til, og krefst réttar síns sem kona. Andspænis henni er ekki nema ein persóna í leiknum, bisk- upinn í Skálholti, Brynjólfur Sveinsson. Jafnvel elskhuginn hverfur. Daði Halldórsson og allt annað fólk er eyðufylling. — Eins og hið látna skáld gekk frá síð- ustu gerð leikritsins, og þannig er það nú sýnt í fyrsta sinn af Leikfélagi Reykjavíkur, er það stórbrotið verk — ekki meira, en heldur ekki minna. Það verður ætíð eftirsjón að því, að Guð- mundi Kamban entist ekki líf að semja leikritið að öllu leyt> fyrir íslenzkt leiksvið. Málfarið hefði grætt á því, að þýðingunni annars ólastaðri, að hann hefði sjálfur fjallað þar um. Ef til vill hefði hann áttað sig á því, síðasta atriði leiksins, útfarar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.