Eimreiðin - 01.01.1947, Side 24
4
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
mynd um þá miklu útþenslu ríkisvaldsins inn á öll hugsanleg
svið þjóðlífsins, sem nú er komin á, um leið og hún sýnir
fjölbreytileik hins ,,bureaulcratiska“ stjórnkerfis, sem nú
ríkir í algleymingi í voru fámenna og unga lýðveldi. En hún
sýnir einnig, að það eru mikil störf, sem lögð eru á herðar
þessum yfirþjónum þjóðarinnar, og að það þarf meira en
meðalmenn til að standa þar vel í stöðu sinni og anna þeim
störfum ölk'm, jafnvel þótt þeir séu sex. Enda eru margir
undirmenn og aðstoðar.
Ríkj,sstjórnin nýja. Forseti Islands í öndvegi.
Forsietisráðherra kinnar nýju stjórnar, Stefán Jóhann
Stefánsson, sem jafnframt er félagsmálaráðherra, skal fara
með framkvæmdavald ríkisins, að því er snertir stjórnarskru
þess, Alþingi, skipun ráðherra og lausn, forsæti ráðuneytis-
ins, skipting starfa ráðherranna og mál, sem varða stjórnar-
ráðið í heild. Undir hann heyra og almenn áhvæði um frani-
kvæmdastjórn ríkisins. Ennfremur heyrir undir hann Þing-
vallanefnd, ein hinna föstu opinberu nefnda, sem flestir
landsmenn munu kannast við af afspurn. Hann hefur og
framkvæmdavald í höndum um mál öll, sem varða meðferð
Þingvalla. Þá koma félagsmálin, sem heyra undir þenna