Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1947, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1947, Page 38
18 VESTUR-ÍSLENZK SKÁLDKONA EIMREIÐIN Sumir mundu lifa eftir spakmælinu: Et og drekk, sála mín, og ver glöð, því á morgun skaltu deyja. Slíkum mönnum þykir því betur, því fyrr sem þeir losna við Islendinginn í sér. Aðra getur þetta slegið með örvæntingu og harmagráti, eins og Israelsmenn forðum á bökkum Efratis í .Babýlon. En sá er ekki liáttur Guðrúnar. Til þess er hún of norræn í skapi. Einu sinni / skal alda hverr / fara til heljar liéðan, segir í Eddu, og Guðrún liorfist róleg í augu við forlög sín, eigi aðeins albúin til að fresta þeim eins og auðið má verða, lieldur einnig til að falla með sæmd, því „illu heilli hafa Islendingar Iiingað flutt, — eða finnst þér það of djúpt tekið í árinni“, segir liún í „Rödd hrópandans“, „ef sporin, sem þeir skilja liér eftir, sýna ekki, að þar hafi þó verið menn á ferð“. En Guðrún ætlar íslend- ingum meira en að falla með sæmd, hún ætlar þeirn líka að lialda velli með því að bjarga öllum þeim erfðum sínurn, sein borgið verður vfir í hinn nýja heim. Undir þessurn merkjuin getur Guðrún notið lífsins, livort sem það gengur með eða mót; liin norræna festa hennar, lífsgleði og mannúð leggjast á eitt að gera lífið eigi aðeins bærilegt, lieldur einnig skemmtilegt og ríkt. Fjölmörgum myndum hregður Guðrún upp úr ]ífi landa sinna. Stundum er tjaldi lyft frá baráttu þeirra fyrir sjálfum sér og sínu íslenzka eðli; í öðrum sögum er sveigt eða brosað að hinum veiku hliðum þeirra. Eitt af því sem dýpst spor hefur markað í hugarlieim Vestur- íslendinga eru styrjaldirnar tvær, enda tekur Guðrún það til meðferðar í nokkrum sögum. Þegar heimsstyrjöldin fyrri skall á, litu niargir góðir Islendingar svo á það mál, þar á meðal Stephan G. Stephansson, að það væri mannskemmd að taka þátt í þvi. Má geta nærri, að þeim, er voru góðir Kanadamenn, hafi þótt slíkur hugsunarháttur stappa nærri landráðum. Þetta eldfima efni fer Guðrún höndum um í „Landsskuld“ (1920), þar sem hún lætur tilvonandi tengdadóttur segja við móður manns þess, er hún liefur unnað, en sagt upp vegna skoðanamunar á stríðinu: „Ef þeir væru menn, þá mundu þeir neita að fara í stríð“. Gamla konan svarar: „Af því að þeir eru menn, Sigríður, þá hjóða þeir nú þessu landi líf sitt og limu, þegar því liggur á liðveizlu; landinu, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.