Eimreiðin - 01.01.1947, Qupperneq 38
18
VESTUR-ÍSLENZK SKÁLDKONA
EIMREIÐIN
Sumir mundu lifa eftir spakmælinu: Et og drekk, sála mín, og
ver glöð, því á morgun skaltu deyja. Slíkum mönnum þykir því
betur, því fyrr sem þeir losna við Islendinginn í sér. Aðra getur
þetta slegið með örvæntingu og harmagráti, eins og Israelsmenn
forðum á bökkum Efratis í .Babýlon.
En sá er ekki liáttur Guðrúnar. Til þess er hún of norræn í
skapi. Einu sinni / skal alda hverr / fara til heljar liéðan, segir
í Eddu, og Guðrún liorfist róleg í augu við forlög sín, eigi aðeins
albúin til að fresta þeim eins og auðið má verða, lieldur einnig
til að falla með sæmd, því „illu heilli hafa Islendingar Iiingað
flutt, — eða finnst þér það of djúpt tekið í árinni“, segir liún
í „Rödd hrópandans“, „ef sporin, sem þeir skilja liér eftir, sýna
ekki, að þar hafi þó verið menn á ferð“. En Guðrún ætlar íslend-
ingum meira en að falla með sæmd, hún ætlar þeirn líka að
lialda velli með því að bjarga öllum þeim erfðum sínurn, sein
borgið verður vfir í hinn nýja heim. Undir þessurn merkjuin
getur Guðrún notið lífsins, livort sem það gengur með eða mót;
liin norræna festa hennar, lífsgleði og mannúð leggjast á eitt
að gera lífið eigi aðeins bærilegt, lieldur einnig skemmtilegt og
ríkt.
Fjölmörgum myndum hregður Guðrún upp úr ]ífi landa sinna.
Stundum er tjaldi lyft frá baráttu þeirra fyrir sjálfum sér og
sínu íslenzka eðli; í öðrum sögum er sveigt eða brosað að hinum
veiku hliðum þeirra.
Eitt af því sem dýpst spor hefur markað í hugarlieim Vestur-
íslendinga eru styrjaldirnar tvær, enda tekur Guðrún það til
meðferðar í nokkrum sögum. Þegar heimsstyrjöldin fyrri skall á,
litu niargir góðir Islendingar svo á það mál, þar á meðal Stephan
G. Stephansson, að það væri mannskemmd að taka þátt í þvi.
Má geta nærri, að þeim, er voru góðir Kanadamenn, hafi þótt
slíkur hugsunarháttur stappa nærri landráðum. Þetta eldfima
efni fer Guðrún höndum um í „Landsskuld“ (1920), þar sem
hún lætur tilvonandi tengdadóttur segja við móður manns þess,
er hún liefur unnað, en sagt upp vegna skoðanamunar á stríðinu:
„Ef þeir væru menn, þá mundu þeir neita að fara í stríð“.
Gamla konan svarar:
„Af því að þeir eru menn, Sigríður, þá hjóða þeir nú þessu
landi líf sitt og limu, þegar því liggur á liðveizlu; landinu, sem