Eimreiðin - 01.01.1947, Qupperneq 45
eimreiðin
VESTUR-ÍSLENZK. SKÁLDKONA
25
I sumum þessum sögum er umgerðin jafnvel tvöföld eða Jire-
föld. Svo er um „Skriflabúðina“. Þar hefur sagnakonan söguna
eftir annarri konu íslenzkri, sem ratað hefur í ævintýri og dreymt
drauminn um Maríumyndina í skriflahúðinni, en látið gamla
kaupmanninn segja sér sögu myndarinnar. Að svona samseti
saga liafi minnt Guðrúnu sjálfa á Þúsund og eina nótt, sést af
því, að liún segir, að gamla konan íslenzka hafi verið kölluð
Schelierasade fyrir sögur sínar.
Tvöfalda má og kalla umgerðina í sögunum „Á vegamótum
og „Enginn lifir sjálfum sér“. Sagnakonan liefur þær eftir Sol-
veigu í Lundi, er segir þær að nokkrn frá eigin brjósti, að nokkru
leyti beint eftir söguhetjunni, Steinunni Ijósmóður.
I „Landsskuld“ nefnist sagnakonan Rúna (= Guðrún), og
segir liún söguna eftir sögn móður Einars, þess er deilir við
unnnstuna um stríðið og fellur sjálfur í því.
Umgerðin í „Bæjarprýðin“ er að því leyti einkennileg, að
sagnakonan þekkir sögufólkið ekki neitt, en verður áheyrzla
sögunni á kaffiliúsi af tilviljun. Svo er umgerðin í veikasta lagi.
Aftur á móti er umgerðin svo viðamikil í „Rödd lirópandans ,
að manni getur dottið í hug að kalla liana aðalefnið. En það
eru hugleiðingar sagnakonunnar undir sjiiundu hljómkviðu
Sibeliusar, er minna hana á Þormóð, gamlan vin, er kennt liafðí
henni að rneta músík, og hina raunalegu sögu hans.
I liinum sögunum, sem yfirleitt eru yngri, skortir þessa umgerð.
Sagnakonan er þar ekki, en sögurnar eru sagðar með orðum og
liugleiðingum sjálfra söguhetjanna og þó enn á mjög huglægan
hátt. En þar sem söguhetjurnar eru mjög oft konur, er oft og tíðum
mjótt hilið á milli þeirra og sagnakonunnar í liinum sögunum.
Svo er sérstaklega um ungu stúlkuna í „Utangarðs“, sem er lík-
leg til að geyrna minningar frá fyrstu árurn Guðrúnar vestra. og
svo er líka um Rannveigu görnlu, sögulietjuna í „Dyr hjartans“
og „Frá kvnslóð til kynslóðar“, sem krystallar speki langs lífs
og djúprar reynslu í orðum sínum og gerðum.
Sjálfstæðari persónur, þ. e. ólíkari Guðrúnu sjálfri, þótt allar
séu þær á sinn hátt hold af hennar holdi, eru ef til vill Bergljót
1 „Að leikslokum“, kven-kennarinn í „Bálför“ og Þorgerður Hólm
i „Úr þokunni“, og svo að sjálfsögðu karlmennirnir, sem eru
hetjurnar í sögunum „Undir útfall“, „Jólagjöfin“, „Slríðsskuld-