Eimreiðin - 01.01.1947, Page 54
34
MAMAJ
eimreiðin
pakka, því vel gat verið raki þarna, og fjölin síðan sett í saina
farið aftnr.
Steinnökkvinn no. 40 var í uppnámi. Farþegarnir læddust uin
á tánum. Gluggaljósin lýsa með hitasóttarkenndum roða út á
gatnanna dimma djúp. Á fimmtu, annarri og þriðju hæð eru
gluggatjöld dregin til liliðar. Dökka skugga ber við upplýsta
gluggana. Nei, það er ekkert að sjá úti, og niðri í garðinum standa
verðirnir báðir. Ef eittlivað gerist, munu þeir gefa merki.
Klukkan er þrjú að nóttu. Dauðakyrrð ríkir í garðinum. Yfir
hliðinu, þar sem ljóskerið varpar birtu út í myrkrið, má sjá
ótal livítar flvgsur, sem þyrlast fram og aftur, lmíga og glampa
í bjarma ljóssins — og falla til jarðar.
Undir Ijóskerinu stendur borgari Malafejew með gleraugun
á nefbroddinum og er í beimspekilegum liugleiðingum.
„Ég er nú einn af hinum liógværu og kyrrlátu í landinu, en
það er samt svo erfitt að lifa í friði á þessum síðustu og verstu
tímum. Ég liugsaði með mér: Nú ferð þú heim til OstasclikoW.
Ég þangað. En þá var þar sama sagan. Innanríkisástandið í
stjórnmálunum alveg óþolandi. Þeir rifu liver aðra í sig eins og
lilfar. En ég þoli þetta ekki, ég er of mikill friðsemdarmaður
til þess . ..“.
Friðsemdarmaðurinn lieldur á skammbyssunni, sem hefur að
geyma sex skotbylki með sex banvænum skotum í hverju.
„En lievrið nú, Osip, hvernig var það í stríðinu við Japan?
Drápu þeir þá ekki liver annan?“’
„Jú, í stríði. Það er nú allt annað“.
„Og þá börðust þeir með byssustingjunum“.
„O, já, það er nú sök sér í stríði .. . Þá verður manni ekki
meira um að reka náungann í gegn en að stinga í blóðmörs-
kepp“.
Það fór brollur um Mamaj við þessa sandíkingu.
„Ekki gæti ég . . . livað sem í boði væri .. . gert annað eins“-
„Bíðið þér bara! Þér munuð geta það, þegar út í þetta er
komið“.
Þögn. Snjóflygsurnar þyrlast í kring um ljóskerið. Allt í einu
lieyrist skammbyssuskot í fjarlægð, eins og svipusmellur, svo er
allt ldjótt aftur. Flygsurnar eru það eina, sem ekki finnur livíld.
Nú er klukkan orðin fjögur, guði sé lof. Þá koma þeir varla í