Eimreiðin - 01.01.1947, Page 76
56
SVEITIN BYGGIST
EIMREIÐIIÍ
Yeit það þá ögn af sér, vaknar lítið eitt, ýfir falda sína og
ókyrrist.
Eyjarnar ern þar óteljandi, í þessu Miklaliafi, og eru þær sem
sáldkorn í sjónum.
1 þeim ógnafeldi hafsins lijúfra þær sig og liírast, litlu eyj'
arnar, og liggja þar eins og örsmáar agnarperlur, og niá þakka
fyrir að þær týni ekki tölunni.
Mörg kynleg kykvendi kúra í Kyrrahafi. Þar eru stórliveli og
smáhveli, selakyn mörg og sveimandi fiskar.
Þar eru fuglakyn feikimörg fljúgandi sitt á hvað’ og hafa undir
sér allan sæinn.
Þar eru róleg dýr og réttlát að vonum.
Þar eru kyrrlát dýr og kirfileg, vitandi sínu viti.
Þar eru enn önnur, er ekki vita sitt rjúkandi ráð; æðandi
skarar ösla, og gleypir liver annan í ginið.
Þar eru óttaleg ógnadýr.
Þar eru grynningar. Þar eru þanghöf þjóðsagnanna. Þar erW
kóralskógarnir, sem kunnir eru úr ævintýrum.
Miklahafið er mikil skuggsjá. Sær er þar víður og sandar stórir-
Þar er þeirra spegill, himinstjarnanna. Þar skyggnast þær uiw
og spegla ásjónu sína í því dimmbláa djúpi.
Svo ganga þær fram til að geðjast jarðarbúum og senda þeim
koss af sínum geislafingrum, en þó aðeins þeim, er upp líta.
Og máninn glottir með miklu stærilæti og liorfir í liafið.
Kímilegt er þá á kóraleyjunum.
Hringformaðar eru þær með tjarnglíku innsævi, kyrru sen1
alvaldsauga.
Sólgullið blásævið umfeðmir eyhringinn allt um kring. Létt-
fætt landbáran stígur dansinn við dynmjúkt og yppandi öldU'
kvikið. Hún er ung og óreynd. Af ásjónunni ljómar æskuroðinU-
I honum er undrabláminn. Svo hvítbryddir hún livelið um lei^
og liún ldeypur til og kyssir kóralinn. — Hún hoppar hlæjand1
liærra og liærra, nær og nær, unz stjúpa liennar, ströndin, het
hana banahöggi. Þá viknar liún og lirotnar með veiku andvarpi?
hnígur niður, dregst saman og deyr við strandgrynnið. ■—■
Og svona sköpuðust kóraleyjarnar fögru og af kvikindun1