Eimreiðin - 01.01.1947, Blaðsíða 90
EIMREIÐlN
Bók vorsins.
Haustið 1908 sá ég Lárus J.
Jtist, leikfimikennara, í fyrsta
sinn. Hvatskeytslegur maður, en
geðþekkur í framkomu, snarað-
ist til móts við okkur busana
í fyrsta leikfimitíma Gagn-
fræðaskólans á Akureyri þetta
haust og hóf kennslu í grein
sinni. Flestir vorum við með
öllu ókunnugir þessari tegund
íþrótta, nema þá af afspurn.
Þá og í næstu tímum kynntumst
við leikfimi hans og fannst mik-
íð til um. Við létum yfirleitt
ekki á okkur standa að iðka
hana og komumst furðu fljótt
upp á að hlýða hinum snöggu
fyrirskipunum kennarans með
sama skjótleik og þær voru
fluttar. Leikfimin undir hans
stjórn var hvorttveggja: líkam-
leg og andleg stæling og hress-
ing, samstilling allra krafta til
sameiginlegs átaks. „Takt,
Takt, pas paa Takten, den er
mere end halve Magten", þau
orð Björnsons geta átt við sem
einkunnarorð fyrir kennslu-
starfi Lárusar Rist. Samstarf,
samræmi og festa einkenndi
kennslu hans.
Nú hefur þessi sami maður
ritað bók um endurminningar
sínar frá liðnum árum, sjálfs-
ævisögu má vel nefna hana-
(Lárus J. Rist: Synda eða
sökkva. Ak. 1947). Þessa bóK
vill Eimreiðin telja merkustn
íslenzku bókina, sem út hefut
komið á þessu vori — og þa®
af þrem ástæðum: í fyrsta la£'
er bókin viðburðarík °%
skemmtileg. í öðru lagi er
sjálfslýsing höfundarins öll ein*
lægleg, sönn og laus við allan
yfirdrepsskap. 1 þriðja lagi erLl
skoðanir hans heilbrigðar og til
tímabærrar eftirbreytni íslenzk'
um æskulýð.
Skal þetta þrennt nú rakið
nokkru nánar.
Þó að Lárust Rist sé þjóð'
kunnur fyrir sund- og leikfinU'
kennslu sína og hafi að minnsta
kosti einu sinni á ævinni átt því
fallvalta láni að fagna, að verða
„hetja dagsins“ og aðalumrseðU'
efni blaðanna, en það var þegar
hann synti 6. ágúst 1907 yf‘r
Eyjaf jörð í sjóstígvélum og ohu'
fötum, en klæddi sig úr ölln a
leiðinni, þá hefur hann aldre*
orðið frægur rithöfundur. Hann
hefur sem sé fengizt sáralú1
við ritlist. En eftir að hafa leS'
ið þessa bók hans, hef ég tr^
á því, að ekki sé loku fyrir Þa®
skotið, að hann geti orðið þetta