Eimreiðin - 01.01.1947, Qupperneq 94
i
74
BÓK VORSINS EIMREIÐIN
ert að heykjast undir byrðinni. Þú
hefur búið með þessari konu í tíu
ár ... Einasti vegurinn til að
sýna hug þinn til hennar í verki,
er að vera börnunum hennar trúr
og hjálpa þeim til þess að öðlast
það hugarfar, mannvit og kær-
leika, sem hún var gædd í svo
ríkum mæli“.
Þannig lýkur þættinum þeim.
Við erum nú komin að þriðja
atriðinu, sem minnast verður á
í sambandi við þessa bók, en
það eru skoðanir höfundarins
á tilverunni og þá einkum á
þroskagildi og uppeldisáhrifum
íþróttanna. Það dylst ekki, að
höfundurinn hefur orðið fyrir
nokkrum vonbrigðum af tveim
mikilvægum hreyfingum í þjóð-
lífi íslendinga síðustu áratug-
ina: ungmennafélagshreyfing-
unni og íþróttahreyfingunni.
Hann viðurkennir þetta hiklaust
og færir rök að því hvers vegna
svo hefur farið. Hugsjón hans
í öllu ungmennafélaga- og
íþróttastarfi er sú, að skapa
samtakamátt, viljafestu, atorku
og drenglyndi í þjóðlífinu. Aft-
ur er það kyæði Björnsons, sem
notað vkr eins og hergöngulag
við kenpsluna í Askov, sem vís-
ar vegir n, þegar heim er komið
og hef je skal kennsluna í Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri. Og
hann fa;r séra Matthías til að
þýða kýæðið, sem í þýðingunni
á að boða nýjan dag í þjóðlíf-
inu, en því lýkur þannig:
Saman, saman tökum taktinn,
taktinn — það er aflið, maktin,
" ef vér landið enda milli
yngdum upp við taktsins snilli
norðan frá þeim yztu öngum
út að syðstu Gróttutöng'um,
margt á Fróni mætti batna,
meinin gróa, bölið sjatna.
*
En hvað hefur gerzt ? Svarið ma
lesa út úr þáttunum „Harm-
saga“ og „Kennslustörfin" 1
þessari bók.
Harmsaga ungmennafélag'
anna hefst þar sem meira gætif
kapps en forsjár, svo sem í bind-
indismálinu og aflraunakeppm
inni, þar sem íþróttametin
verða þyngri á metunum en
manndómurinn og samtakavilj'
inn. Um skeið stóð áköf deila
um það, hvort taka skyldi bind'
indisheitið inn í sambandslög
ungmennafélaganna eða aðeins
hafa útrýmingu vínnautnar 3
stefnuskrá félaganna jafnhliða
öðrum umbótamálum, svo sem
málfegrun, skógrækt, íþrótta-
málum o. s. frv. Með því að gera
bindindisheitið að skilyrði fyó1'
þátttöku í ungmennafélagsstarf'
inu, var bindindið gert að lög'
máli, en ekki fagnaðarerindi, °%
jafnframt útilokaður frá félög'
unum stór hópur æskumanna.
sem mesta þörf hafði fyrir það
umhverfi, þar sem vínnautn
teldist viðbjóður. Skoðun
skilningur þeirra, sem voru a
móti lögmálinu, en hylltu fagd'
aðarerindið, varð undir í ung'
mennafélögunum. Það var fleir3
en þetta, sem deyfði eldmóð
ungmennafélaganna frá blóma'
I