Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Page 43

Eimreiðin - 01.01.1952, Page 43
Bernard Shaw ber að dyrum Svo segja sum brezk blöð frá byrjun þessa árs, að George Bernard Shaw hafi nýlega barið að dyrum hjá hinum fræga miðli, Geraldine Cummins, aðallega til þess að verja erfða- skrá sína fyrir ágengni enskrar hefðarkonu, lafði Astor, sem gert hefur kröfu til nokkurs hluta þeirra miklu auðæfa, sem Shaw lét eftir sig. Að vísu eru blöðin langt frá því að vera sammála um, að sjálfur Shaw sé hér að verki. En eitt þeirra, >»ReynoIds News“, skýrir svo frá atburðiun þessum: Fundur var haldinn hjá ungfrú Geraldine Cummins í Chel- sea rétt fyrir jólin, og notaði þá Shaw hönd ungfrúarinnar tU þess að birta Bretum hugsanir sínar, meðal annars um eftirlátna erfðaskrá. En þetta var í þriðja sinn sem Shaw hafði notað hönd ungfrúarinnar síðan hann lézt fyrir rúmu ári. Geraldine Cummins er miðill, sem meðal annars skrifar ósjálfrátt. Hún heldur því fram, að framliðinn andi Shaws hafi stýrt hönd sinni á þessum fundi og svarað spurningum, sem lagðar voru fyrir hann. Shaw lézt í nóvember 1950 og trúði því, er hann lézt, að Persónuleiki einstaklingsins lifði ekki áfram eftir dauðann, heldur leystist upp í það, sem Shaw kallaði „líforku" og að ódeili eiginda sinna og annarra færu í það eftir líkamsdauð- ann að mynda og móta kjarna kynslóðanna á komandi tímum. Fyrstu hreyfingar pennans á pappírnum hjá Geraldine Cummins þetta dezemberkvöld voru harla reikular, að mestu punktar og strik. En brátt teiknaðist mynd af skeggjuðu andliti á pappírnum, og undir myndina skrifaðist eftirfarandi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.