Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 53

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 53
eimreiðin VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR 41 Höfundurinn er ungur maður, fæddur í Waukegan, Illinois, árið 1920. Eftir hann hafa áður komið út tvær bækur: Dark Carnival árið 1947 og The hiartian Chronicles érið 1950. Ráðar bækurnar hafa fengið góða dóma í Ameríku. Þetta er hluti úr nýrri bók, The Illustrated Man, sem kom út um Páskana í fyrra. Þegar fréttin varð kunn, þustu allir út úr kaffistofum og gisti- húsum og horfðu til himins. Þeir skyggðu fyrir hvít augu með svörtum höndum. Munnarnir voru hálfopnir af undrun. f ótal stnáþorpum gerðist sami atburðurinn, svartir menn stóðu kyrrir °g störðu til himins. Hattie Johnson lét lok yfir pottinn, þurrkaði sér um hendurn- ar og gekk með hægum skrefum úr eldhúsinu fram í anddyrið. „Komdu, mamma, flýttu þér nú, annars sérðu ekkert." Þrir litlir negrastrákar dönsuðu í garðinum og hrópuðu sig hása. „Nú kem ég,“ sagði Hattie og opnaði dyrnar. „Hvar hafið þið heyrt þessa frétt?“ „Hjá Jones, mamma. Þeir segja, að það sé að koma eldfluga, sú fyrsta eftir 20 ár, með hvítan mann innanborðs.“ „Hvað er hvítur maður? Ég hef aldrei séð hvítan mann. Hvernig lítur hvitur maður út?“ „Það muntu bráðum fá að sjá,“ mælti Hattie. „Vertu viss, þú sérð það rétt strax.“ „Segðu okkur frá, mamma. Segðu okkur frá eins og þú hefur svo oft áður sagt okkur frá.“ Hattie hleypti brúnum. „Hm. Það er svo langt síðan, ég var smátelpa þá, það var árið 1965.“ „Segðu okkur sögu um hvíta manninn og hvíta fólkið hans, ttiamma." Hattie gekk út í garðinn og fór að horfa upp i himinblámann ®eð hvítum og léttum Marzskýjum. Langt í fjarska sáust Marz- hæðirnar, loftið titraði í sólskininu. Loks sagði hún: „Jú, fyrst °g fremst hafa þeir hvítar hendur.“ „Hvitar hendur.“ Strákarnir skellihlógu og hnipptu hver í srinan. „Og hvíta handleggi.“ „Hvita handleggi,“ veinuðu strákarnir. „Og hvít andlit.“ „Hvít andlit. Er þetta satt?“

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.