Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 54

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 54
42 VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR EIMREIÐIN „Svona hvít, mamma?“ Minnsti unginn þyrlaði ryki af göt- unni í andlitið á sér og hnerraði. „Svona?“ „Miklu hvítari,“ sagði hún alvarlega og hélt áfram að stara upp i loftið. Svipur hennar lýsti ótta eins og hún byggist hálf- vegis við þrumuveðri. „Ég veit ekki nema þið ættuð að fara inn, krakkar." „Ó, mamma, við megum til með að fá að sjá þetta, vertu nú góð. Þetta er ekkert hættulegt, er það nokkuð?“ „Ég veit ekki. Mér finnst eins og eitthvað einkennilegt sé í vændum.“ „Við ætlum bara að horfa á fluguna og kannske að fara til flugvallarins og fá að sjá hvíta manninn.“ „Hvemig lítur hann út, mamma?“ „Ég veit það ekki, hef ekki hugmynd um það,“ sagði hún þungt hugsandi og hristi höfuðið. „Segðu okkur meira, mamma.“ „Jæja þá. Sjáið þið nú til. Þeir hvítu búa á Jörðinni, það er þaðan, sem við komum fyrir 20 árum síðan. Við fómm loft- leiðina hingað til Marz, ræktuðum landið, byggðum þorpin, og nú eigum við heima hérna. Nú erum við Marzbúar í staðinn fyrir að vera áður Jarðarhúar. Og enginn hvítur maður hefur komið hingað þessi tuttugu ár. Ekki fyrr en í dag. Þetta er allt.“ „Hvers vegna hafa þeir ekki komið hingað fyrr?“ „Það hefur verið atóm-stríð á Jörðinni, það byrjaði nokkru eftir að við fómm þaðan. Þeir sprengdu hver annan i loft upp og gleymdu okkur alveg. Þegar þeir loks hættu að berjast, áttu þeir enga eldflugu eftir. Þeim hefur ekki tekizt að búa neina til fyrr en nú. Og nú koma þeir í heimsókn eftir tuttugu ár.“ Hún leit í óvissu til bamanna, og hélt svo af stað. „Bíðið þið hérna, krakkar, ég ætla að skreppa snöggvast til Elisabetar Brown. Þið lofið því að vera hérna kyrr á meðan?“ „Okkur leiðist það, en við skulum vera hérna kyrr.“ „Það er gott,“ og svo hljóp hún niður götuna. Rétt í því að Hattie kom að húsi Browns, var öll fjölskyldan að troða sér upp í bílinn. „Halló, Hattie, viltu vera með?“

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.