Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Page 55

Eimreiðin - 01.01.1952, Page 55
eimreiðin VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR 43 „Hvert eruð þið að fara?“ spurði hún másandi um leið og hún skaut sér inn í bílinn. „Sjá hvítu mennina.“ „Rétt,“ sagði Brown hátíðlega og leit til þeirra í aftursætinu. „Unglingarnir hafa aldrei séð slíkt fyrr, og ég er nærri því búinn að gleyma hvernig þeir hvítu líta út.“ „Hvað ætlið þið að gera við hvíta manninn?“ spurði Hattie. „Gera,“ hrópuðu öll í kór, „bara sjá hann.“ „Er þáS nú áreiðanlegt?“ „Hvað ættum við svo sem að gera?“ „Ég veit ekki,“ sagði Hattie, „ég hef einhvem óljósan grun um, að það gætu orðið vandræði.“ „Hverskonar vandræði?“ „0,“ sagði Hattie óviss og hikandi. „Þið farið þó líklega ekki . að drepa hann?“ „Drepa hann.“ Þau skellihlógu öll. „Nei, við skulum heilsa honum með handabandi. Er ekki svo?“' „Jú, jú.“ Bifreið kom á fullri ferð. Hattie hrópaði: „Willie!“ „Hvað ert þú að gera hér? Hvar em börnin?“ hrópaði maður- inn gremjulega. Hann leit á hin og sagði: „Hlaupið þið virki- lega upp til handa og fóta eins og fífl bara til þess að sjá þennan hvíta mann?“ „Já, það lítur út fyrir það,“ sagði Brown þungt hugsandi. „Takið þið að minnsta kosti byssu með ykkur,“ sagði Willie, »ég er einmitt á leið heim eftir skotvopni." „Willie!“ „Þú kemur með mér, Hattie.“ Hann opnaði vagnhurðina, leit hvasst til hennar, og hún hlýddi. Án þess að viðhafa fleiri orð, ók hann burt á fullri ferð. „Ekki svona hratt, Willie!“ „Ekki svona hratt, ha, við sjáum nú til.----Með hvaða rétti koma þeir hingað, ha? — Hvers vegna geta þeir ekki séð okkur í friði? Hvers vegna sprengja þeir ekki hver annan í loft upp þarna niðri á gömlu plánetunni og láta okkur í friði?“ „Willie, það er ekki kristilegt að tala svona.“ „Mér finnst, að ég sé nú ekki sérlega mikið kristinn þessa

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.