Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 55

Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 55
eimreiðin VIÐ HITTUMST EFTIR 20 ÁR 43 „Hvert eruð þið að fara?“ spurði hún másandi um leið og hún skaut sér inn í bílinn. „Sjá hvítu mennina.“ „Rétt,“ sagði Brown hátíðlega og leit til þeirra í aftursætinu. „Unglingarnir hafa aldrei séð slíkt fyrr, og ég er nærri því búinn að gleyma hvernig þeir hvítu líta út.“ „Hvað ætlið þið að gera við hvíta manninn?“ spurði Hattie. „Gera,“ hrópuðu öll í kór, „bara sjá hann.“ „Er þáS nú áreiðanlegt?“ „Hvað ættum við svo sem að gera?“ „Ég veit ekki,“ sagði Hattie, „ég hef einhvem óljósan grun um, að það gætu orðið vandræði.“ „Hverskonar vandræði?“ „0,“ sagði Hattie óviss og hikandi. „Þið farið þó líklega ekki . að drepa hann?“ „Drepa hann.“ Þau skellihlógu öll. „Nei, við skulum heilsa honum með handabandi. Er ekki svo?“' „Jú, jú.“ Bifreið kom á fullri ferð. Hattie hrópaði: „Willie!“ „Hvað ert þú að gera hér? Hvar em börnin?“ hrópaði maður- inn gremjulega. Hann leit á hin og sagði: „Hlaupið þið virki- lega upp til handa og fóta eins og fífl bara til þess að sjá þennan hvíta mann?“ „Já, það lítur út fyrir það,“ sagði Brown þungt hugsandi. „Takið þið að minnsta kosti byssu með ykkur,“ sagði Willie, »ég er einmitt á leið heim eftir skotvopni." „Willie!“ „Þú kemur með mér, Hattie.“ Hann opnaði vagnhurðina, leit hvasst til hennar, og hún hlýddi. Án þess að viðhafa fleiri orð, ók hann burt á fullri ferð. „Ekki svona hratt, Willie!“ „Ekki svona hratt, ha, við sjáum nú til.----Með hvaða rétti koma þeir hingað, ha? — Hvers vegna geta þeir ekki séð okkur í friði? Hvers vegna sprengja þeir ekki hver annan í loft upp þarna niðri á gömlu plánetunni og láta okkur í friði?“ „Willie, það er ekki kristilegt að tala svona.“ „Mér finnst, að ég sé nú ekki sérlega mikið kristinn þessa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.