Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Page 92

Eimreiðin - 01.01.1952, Page 92
80 RITSJÁ EIMHEIÐIN að skipum og siglingum. Þetta er ein þeirra greina, sem lögfræðingum ber sérstaklega að vita deili á. En mörg- um öðrum en þeim mun bók þessi geta komið að góðu haldi, svo sem útgerðarmönnum, sjómönnum og öðr- um þeim, er farmennsku iðka eða umsjá hafa með þeirri atvinnugrein. Bókin skiptist í 34 kafla eða greinir, og fjallar um margvísleg efni, svo sem öryggi skipa og siglinga, þjóð- erni skipa og skráningu, vald skip- stjóra og starfsskyldur, farmsamn- inga, sjótjón, björgun, sjóveð o. fl., o. fl. Ólafur Lárusson, prófessor í lög- um við Háskóla íslands, hefur hér bætt úr brýnni þörf með því að semja á íslenzku ítarlega kennslubók í þess- ari grein lögfræðinnar. Bók Jóns heit- ins Kristjánssonar, Islenzkur sjórétt- ur, sem út kom 1910 og aftur 1915, mun nú uppseld fyrir nokkru. Einar B. Guðmundsson samdi ágrip sjórétt- ar, en aðeins til afnota við kennslu í stýrimannaskólanum (Sjóréttur, Rvk 1940). Bókinni lýkur á skrá yfir lög, sem vitnað er til í henni, og einnig fylgir önnur um rit, einkum á Norð- urlandamálum, sem varða þessa fræði- grein. Su. S. VEL FAGNAÐ VESTRA. Hinum nýja prófessor í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla, Finn- boga Guðmundssyni, hefur verið vel fagnað vestra. 1 siðasta hefti (vetrar- heftinu 1951) timaritsins The Ice- landic Canadian er grein uin hann og svo komist að orði, að komudagur hans til Winnipeg, 23. nóvember 1951, marki tímamót í langri baráttu íslendinga vestra fyrir varðveizlu móðurmálsins. Greinin er eftir W. J. Lindal (Valdemar Jakobsson Líndal) dómara í Winnipeg. Vesturheimsblöð- in Heimskringla og Lögberg hafa og fagnað hinum nýja prófessor í ítar- legum greinum, og sunnudaginn 3. dezember síðastl. var samsæti haldið til heiðurs honum í Winnipeg, þar sem voru samankomnir um hundrað manns, Vestur-Islendingar og stjórn- armeðlimir Manitobaháskóla. Sv. S. KIPPIR I KYNIÐ. Svo virðist sem afkomendum Islend- inga í Vesturheimi kippi í kynið, að því er skáldskap snertir, ef dæma má af því hve margir þeirra iðka þá list. I sama hefti og áður er nefnt af The Icelandic Canadian er getið nýrrar skáldsögu, Tanya, eftir Kristine Ben- son Kristofferson, en höfundurinn er af íslenzkum ættum. Sagan kom út i Toronto nýlega, og er lokið á hana lofsorði. Að því er sama timarit skýr- ir frá, hefur ljóðskáldið Gus Sigurd- son, af íslenzkum ættum, lokið við nýja ljóðabók, sem átti að koma út fyrir síðustu jól, og er önnur í röð- inni. Á enskunni heitir þessi nýja ljóðabók Dreams and Driftwood, og er hér upphaf á einu kvæðanna, Ásta- söng, tekið eftir tímaritinu: I dip my pen in nectar of the flowers; Compose to you a song of scented spring; I dream of you, my dear, each day for hours, My darling, you’re the theme of all I sing- Sv. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.