Eimreiðin - 01.01.1956, Síða 65
TARJEI VESAAS
53
lll innsæis, sem hefur mótað hinn stuttaralega stíl. Og þó að
Vesaas ha£i náð mikilli stílleikni og lýsi stundunt því, sem
ekki er í föstum tengslum við kjarna skáldverksins, þá er
Idnn áhugasami flytjandi ákveðins boðskapar ekki langt und-
an.
i þessu á hann sammerkt við flest af mestu skáldum ný-
'iorskra bókmennta, Aasen, Vinje, Garborg, Sivle, Duun,
i-TPpdal, Aukrust, Örjasæter, Krokann og Vesaas — allir liafa
Þeir boðskap að flytja. Þrátt fyrir alla gleði hins skapandi
dstamanns liggur þeim öllum mest á hjarta að flytja eitthvert
evangelium. Þeir eru spámennirnir utan úr eyðimörkinni,
enda var þeim tekið með háðglotti a£ fulltrúum þeirra hefð-
arlegu lífsforma, sem gjarnan einkenna umgengni mennta-
nianna í höfuðborgunum, þar sem skáldum og rithöfundum
dættir til listrænnar tilbeiðslu á forminu einu saman. Helztu
skáldin í höfuðstaðnum hæddust jafnvel að sjálfu því máli,
Sem nýnorsku skáldin skrifuðu. En þetta var tekið að breyt-
ast, þegar Vesaas kom fram sem skáld, og nú er svo komið, að
euimitt þau ríkismálsskáld, sem fremst standa, bera fyllstu
Vlrðingu fyrir nýnorskunni sem bókmenntamáli.
^esaas var þegar í upphafi mjög vel tekið af bókmennta-
^aónnunum í Osló. Þessi hugðnæmi, listræni, dálítið sérlegi
afdalamaður, sem ekki gagnrýndi lífið í borgunum, en flutti
'alfbarnalegan boðskap þannig, að hugur virtist fylgja máli,
Va^ú mjög vinsamlega athygli hinna lærðu hefðarherra í höf-
uðstaðnum og jafnvel um land allt, og nú er svo komið, að
Ja engum er Vesaas meira metinn en hjá fyrirmönnum bók-
^enntanna í Osló. Annars hefur hann almennt unnið sér slíka
'mðingu og hylli, að fáir munu þykjast geta verið þekktir
/rir að kannast ekki við bækur Tarjei Vesaas. Á árunum
eftir heimsstyrjöldina síðari varð fyrst vart þeirrar skoðunar
1 Noregi hjá háum sem lágum, jafnt í borg og í sveit, að þar
jÞUlldi koma, að einungis eitt bók mál yrði til í landinu.
Þessari þróun á Tarjei Vesaas sinn veigamikla þátt. Hann
V‘ir fyrstur allra höfunda, sem á nýnorsku rita, metinn jafnt
bæjarbúum sem sveitafólki, og hefur þess vegna stutt
í^anna mest að því að brúa bilið milli sveita og bæja. Ennþá
Þykir
sumum borgarbúum í Noregi hann torlesinn, en mál