Eimreiðin - 01.09.1970, Side 2
146
EIMREIÐIN
Mér kenndi faðir
mál að vanda,
lærði hann mig
þótt latur væri,
þaðan er mér kominn
kraftur orða
meginkynngi
og myndagnótt.
Mér kenndi rnóðir
mitt að geyma
hjarta trútt,
þó heimur brygðist.
Þaðan er mér kominn
kraftur vináttu
ástin ótrauða,
er mér aldrei deyr.
Af föður sínum nam Gröndal forntunournar grísku oa; latínu.
Sökkti hann sér snemma niður í klassísk fornrit, fyrst og fremst hin
íslenzku, en jafnframt grísk og rómversk. Þýzka tungu lærði
hann tilsagnarlaust og las þegar á æskuárunum verk höfuðskálda
þýzkra. Grímur Thomsen varð fyrstnr til að vekja áhuga lians á
frönsku, er hann síðan lærði að mestu af sjálfsdáðum. Þegar hann
útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1846 var hann orðinn víðlesinn, en
jafnframt glöggur og einlægur náttúruskoðandi2. Að veganesti úr
heimahúsum hafði hann þegið tvennt það, er hann síðan bar með
sér alla tíð: Víðtæka þekkingu á innlendum bókmenntum og erlend-
um, er hann síðar jók, svo að hann varð víðlesnastur íslenzkra skálda
á 19. öld; hitt var áhugi á náttúruvísindum og næm tilfinning fyrir
náttúrunni. Sjálfur taldi hann að korna leiðangurs Gaimards hefði
vakið eða örvað þann „zoologiska anda“ í brjósti sínu og margra
annarra. Það voru náttúruvísindi, sem Gröndal hugðist því leggja
stund á, er hann hélt til Hafnar haustið 1846, en það nám fór út
um þúfur, og í stað þess sökkti Gröndal sér niður í lestur evrópsks
samtíðarskáldskapar. Heimspekirit Hegels svalg hann einnig í sig,
en hann var þá mest tignaður allra heimspekinga. Kosmos eftir
Alexander Hnmboldt var það ritverk, sem mest hafði áhrif á Grön-
dal á þessum árum.
Þegar eftir komuna til Hafnar gekk Gröndal í Fjölnisfélagið. Þar
kynntist hann fyrst Konráði Gíslasyni. Þau kynni urðu upphafið að
starfi Gröndals að íslenzkum fræðum. Vann hann með Konráði
að samningu dansk-íslenzku orðabókarinnar, er út kom 1851 og
jafnan var kennd við Konráð.
Árið 1849 birtist fyrsta ritgerð Gröndals um norræn fræði, pési, er
liann nefndi Bréf til íslendinga um munk einn í Noregi frá Böðvari
2) Poestion hefur eftir Gröndal, að á æskuárum sínum hafi hann reikað utn á
sumrin með Hómerskvæði undir annarri hendinni, en byssu í hinni.