Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Side 6

Eimreiðin - 01.09.1970, Side 6
150 EIMREIÐIN kenndir hafa verið. Um Clavis poética hefur Finnur prófessor Jóns- son komizt svo að orði: „Við leiðréttingar á fornum vísurn er þessi bók ómissandi, en ekki hafa ýkjamargir notað hana, en ég hef óspart notað hana og oft hugsað til höfundar hennar með hlýleika. Bók þessi hefur ekki verið lítið verk og sýnir m. a. iðjusemi höfundar." Enn í dag er Clavis poética gagnlegt verk, engin hefur komið í hennar stað, enda er hún eina samheitaorðabókin yfir íslenzkt mál.4) Frá aðdragandanum að ritstörfum Gröndals á sviði norrænna fræða er sagt allýtarlega í Dægradvöl. Kveðst Gröndal þá hafa verið stöðugur gestur á bÓkasöfnum, lesið ógrynni af bókum, gleypt allt í sig, einkum þó hvaðeina er laut að samanlíkjandi goðafræði og þjóð- menningarsögu, en hvortveggja þessara vísindagreina rúmi ákaflega margþætta þekkingu út um allt, fornfræði, náttúruvísindi og sögu. Ritaði hann jafnharðan hjá sér hvað það, er honum þótti athyglis- vert og geymdi það þannig til síðari tíma. Fyrsta ritgerð Gröndals um fornfræði var samin á dönsku. Fjallaði hún um goðsögnina um Hrungni. Um hana farast Gröndal sjálfum svo orð: „----þá kunni ég illa að stjórna mér, lét allt fjúka og tróð öllu inn, sem ég gat, því lestur minn út um allt ruddist inn á mig, svo ég var í vandræðum með að koma því fyrir, sem ég vissi--.“ Þessi hreinskilna játning er í raun réttri nokkuð glögg lýsing á fræðiritgerðum Gröndals. Hann er fróður, víðlesinn, hugarflugið ört og óstýrilátt, á erfitt að takmarka sig við eitt eða fátt. Fyrir Jdví eru greinar hans yfirleitt langar og á stundum sundurleitar, Jiótt oft séu þær andríkar og fjörlega ritaðar. Ritgerðum Gröndals um íslenzk og norræn fræði má eftir efni skipta í tvo meginflokka. Þær er fjalla um fornan skáldskap og goðafræði. í hinum flokknum eru ritgerðir um þjóðmenningarsögu (Kulturhistorie). í fyrra flokknum er fyrst að nefna Hrungnersmyten er út kom í Annálum fornfræðafélagsins 1860. Þetta er önnur lengsta ritgerð Gröndals og í heild einna merkust þeirra. Fyrri hluti hennar er öllu efnisríkari. Þar ver Gröndal hinar fornu kenningar og skáldlegt gildi þeirra. Andmælir hann þeim, er vilja halda því fram, að skáldin hafi notfært sér þær til uppbótar á hugmyndaskorti og til uppfyllingar. Þær séu — þvert á móti — „Digtningens sande Væsen,“ — hafi magn- 4) Gröndal minnist varla á Glavis í Dægradvöl. En orðabókin virðist samin á fáum árum, jafnfrantt því, sem liann vinnur að meistaraþrófin u, semur doktorsritgerð og ritar margt annað. Hún sýnir því hver elju- og afkasta- maður hann var.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.