Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 7
benedikt gröndal 151 að skáldin. Þetta sýni frásögnin um lokaorustu Haralds konungs Sigurðssonar, er hann horfist í augu við ósigurinn og kveður þá vísu ágæta undir fornyrðislagi. Sarnt þótti konungi vísan linleg og kvað þegar aðra, rekna kenningum —„for at opflamme og styrke sit Mod,“ segir Gröndal. Kenningin er að dómi lians eins konar fagurmynd- sjá, eða eins og það er orðað í greininni: ,,de ere Drager med even- tyrlige Farver og Former, der ligge udenfor Skjönhedens Trylleslot, og naar man har overvundet dem, saa blive de selv til Skjönheden, til den egentlige poetiske Idee.“ Greininni lýkur Gröndal allfurðu- lega — með kvæði á dönsku um Hrungni. Ströbemœrkninger nefndi Gröndal alllanga og hvassorða ritgerð er hann birti á árunum 1861—63 í Antikvarisk Tidskrift. Eins og heiti ritgerðarinnar gefur til kynna, er þar víða komið við og fram settar ýmsar hugmyndir, sem Gröndal síðar veik oft að. Heimspeki- legar athugasemdir um þjóðerni og þjóðerniseinkenni verða þar fyrst fyrir en meginhluti greinarinnar fjallar um íslenzka tungu, rannsóknir og viðhorf íslenzkra fræðimanna til hennar. Kennir þar liarðrar gagnrýni á þýzka fræðimanninn Jakob Grimm, sem hafið hafði Eddu-kvæðin, fegurð þeirra og ágæti til skýjanna, en vildi ekki viðurkenna íslenzka tungu og bókmenntir síðari tíma. 1 grein- inni fer Gröndal hörðum orðum um fleiri þýzka fræðimenn fyrir sviplíkt viðhorf til íslenzkrar tungu og bókmennta. En um þær farast honum sjálfum orð, er munu ekki hafa verið á margra vörum um miðja 19. öld: fleiri af de yngre islandske Digtere ere fuld- komrnen lige berettigede med og lige sá gode som de ældre — imidler- tid tilstár jeg gerne, at den nyere islandske litteratur vrimler med mádeligheder, men det gjorde den gamle jo ogsá og det gpr alle Litteraturer." I greininni reyndi Gröndal einnig að sýna fram á og sanna, að ís- lenzk tunga hefði engum grundvallarbreytingum tekið frá fornmáli til nútímamáls livorki að J)\ í er beygingar varðaði né framburð. Hér studdist liann við eldri kenningar, er voru óðum að Jroka fyrir nýrri rannsóknum. Þetta sama viðhorf kemur síðan oft fram í ritgerðum hans, svo sem í Inngangsorðum um fornjríjeði5) og athugasemdum um forníslenzka málmyndalýsingu I„ Wimmers, og loks í greininni Nokkur orð um þjóðerni frá árinu 1906, er var eitt hið síðasta, sem eftir hann birtist. I þessari afstöðu kennir þess öðrurn Jxræði, hversu Gröndal var 5) Sjá Gefn 1872, RitgerÖ Álftnesingsins 1885,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.