Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 13
Verðlaunasaga
Bláa
skelin
Eftir
Steinunni Guðmundsdóttur
Hann hét Hrólfur, oftast kall-
aður Hrólfur gamli. Hann átti
bláa, litla bátkænu, sem strák-
arnir kölluðu blessuðu bláu skel-
ina.
Hrólfur átti líka gamlan fisk-
hjall, tjargaðan og pappaklædd-
an, og vörina, slétta og vel hirta.
Hann hafði tekið þetta svo að
segja til handargangs endur fyrir
löngu. Þá voru menn ekki með
nefið niðri í öllu eins og nú tíðk-
aðist, skiptandi sér af öllum hlut-
um.
Hrólfur samli var stöndusur
o o
Og hirðusamur. Hann átti litla,
grænmálaða timburhúsið, sem
stóð skakkt út í götuna, kartöflu-
garð og ofurlítinn blett á bak við
húsið. Kona hans hét Jórunn.
Hún var mesta myndarkona, þótt
ekki væri hún stór né kraftaleg.
Það var ekki allt komið undir
stærðinni, fannst Hrólfi gamla
minnsta kosti hér áður fyrr. Jór-
unn var stíflynd, sauðþrá, sagði
Hrólfur gamli stundum. Hann
var ekki veðurfræðingur, það var
satt, en hann fylgdist þó með
Steinunn Guðmundsdóttir er höfundur
meðfylgjandi sögu, sem er ein af þrem-
ur verSlaunasögum í smásagnasam-
keppni EimreiSarinnar. Hinar tvær hafa
áSur birzt.
Smásagnakeppni
Eimreiðarinnar.
gangi himintungla eins og sá sent
má spjara sig af lífi og sál. Veður-
far skýjanna, stormsveipur yfir