Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 16
160
EIM R EIÐI tvl
verið eins og sunnudagur, rósótt
og glaðlynd. Hún var liætt að
borða, — meira að segja súrmjólk-
ina.
Þau drukku kaffið sitt, hún og
hann Hrólfur úr sinni könnunni
hvort. Og aldrei sást hún Jórunn
liggja úti í glugganum, eins og
hún hafði haft garnan af, hér áð-
ur fyrr. Og ekki þurfti að öfunda
hann Hrólf gamla, svo mikið var
víst. Hann var svefnlaus, úttaug-
aður og angurvær, vesalingurinn.
Á svona dögum, þegar himinn
og sjór lágu sarnan brjóst við
brjóst og ylrauðir sólargeislarnir
hvísluðu að logninu að fara nú
að vakna, mátti koma auga á
hann rölta niður í fjöruna og sjá
hann standa við hliðina á gamla
bátnum og horfa út á sjóinn.
Hann liafði fyrir löngu kvatt
allt og alla. Það, sem hér stóð eft-
ir af honum, var bara visið gras,
sem himnesk máttarvöld áttu eft-
ir að færa til og útplanta.
Það var ekkert réttlæti til
lengur. Spikið rann af þeirn feitu
og hamingjusömu, en hann
Hrólfur gamli stóð hér eins og
veðnrbarið gamalt minnismerki
íslenzkrar frægðar og menning-
ar, í fjjöru, á kambi, sem hann
átti að yfirgefa innan fárra daga.
Hér, þar sem blessuð báran liafði
verið hvað sjálfstæðust, passað
steinvölurnar sínar og sungið
gömul rímnalögin í útsoginu.
Hér, sem djúpið geymdi gullið
og fiskinn, og krían tók morgun-
leikfimina sína undan öllum öðr-
um í blessuðu sólskininu.
Það var einmitt hér á þessum
kambi, sem menn gátu verið upp
með sér og montnir af að eiga
land og sögu. Hér, á þessum
bleikgula malarkambi, þar sem
öndvegissúlur Ingólfs Arnarson-
ar námu land, milli sæbarinna
steina og gáfu þjóðinni söguna
hans.
Hér, þar sem svartbakurinn
passaði veiðiland sitt betur en
nokkur dáti og gæfufuglinn
krummi þuldi fræði sín yfir gam-
alli blikkdós. Hér, þar sem andar-
móðirin hló af fögnuði út í logn-
bárunni með börnin sín, yfir
kyrrð og friði. Og blessuð fisk-
lyktin ilmaði úr fjörunni, sól-
heitri og hreinni.
En þessa dagana var Hrólfur
garnli ldjóður og angurvær.
Hann fór út á sjóinn á bátskel-
inni sinni og gutlaði í logninu.
Hann gxeiddi netin sín og hengdi
upp veiðina án þess að vera hann
sjálfur.
En Jórunn seiglaðist. Hún var
hvöss á brúnina sú litla. Það
hafði nefnilega oftast reynzt
þannig, að þegar Hrólfur var að
missa kjarkinn þá liafði hún oft
sýnt hvað í henni byggi, þótt hún
væri ekki há í loftinu.
„Bara anza þeim ekki, standa
fast fyrir og vera ákveðinn, líta
ekki við tylliboðum. Því að hvers