Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 24

Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 24
168 EIMREIÐIN afhuga því að halda hreindýr á Islandi, sem húsdýr. Sú hafði hugmyndin að vísu verið á sín- um tíma og þá jafnframt að flytja inn Lappa til jress að kenna landsmönnum hreindýrarækt. — Til Jress að vernda hreindýrin var með lögum frá 21. júní 1787 bannað með öllu að skjóta hrein- dýr. — En dýrunum fjölgaði óð- um. Árið 1790 var álitið að stofn- inn í Vaðlaheiði væri orðinn 300—400 dýr og stórir flokkar sá- nst í Múlasýslum um svipað leyti og jafnvel í Bláfjöllum syðra 50— 60 dýr í hóp. Þá fóru menn að óttast um offjölgun jreirra og of- beit á afréttum, sem kæmi stuð- fjárbúskapnum í koll. Því var það, að árið 1790 var leyft að skjóta 90 dýr, aðeins karldýr þó. Árið 1817 var gengið feti lengra og leyft að skjóta öll hreindýr, nema kálfa á fyrsta ári. En 1849 var lokasporið stigið með því að heimila öllum að skjóta hreindýr á hvaða aldri sem væru. Af þessu leiddi stórfækkun stofnsins og gereyðing hans í sumnm héruð- um landsins. Þá kom að jrví aftnr, að menn fóru að óttast um örlög stofnsins og árið 1882 hófst takmörkun á hreindýradrápi á íslandi. Þá var bannað að skjóta dýrin á tímabil- inu 1. janúar til 8. nóvember ár hvert og svo voru þau alfriðuð 8. nóvember 1901 þar til árið 1934. Þrátt fyrir öll lög um hrein- dýraverndun gekk augljóslega á stofninn, svo að árið 1939 var borið fram á Alþingi frumvarp um friðun hreindýra og eftirlit með jreim. Jafnframt var gerðnr út leiðangur til þess að kanna raunverulega tölu Jreirra. Kom jrá í ljós að uggur manna var ekki ástæðulaus, jrví að leiðangurs- menn töldu ekki nema rúnrt hundrað dýra. Varð Jretta tilefni Jress að sett voru ný lög (22. des- ember 1939), sem friða hreindýr- in, en ráðherra þó heimiluð fækk- un þeirra ef nauðsyn krefur, einkunr hreintarfa. í samræmi við þetta, hafa hreinaveiðar verið leyfðar á íslandi innan mjög ákveðinna marka og veiðitínri ákveðinn. Loks vorn á Aljringi 1954 samþykkt ný lög um friðun lrreindýra og eftirlit með Jreim. Samkvæmt þeim lögum og reglu- gerð, eru hreindýraveiðar aðeins leyfðar röskan mánaðartínra á ári lrverju, venjulega að hausti og þá tiltekin tala Jreirra dýra, sem fella má á veiðitímanum. Hefur hún oft verið ákveðin í kringum 600 dýr. Stjórnskipaður eltirlits- nraður hefur eftirlit með skot- vopnunr veiðimanna, að Jrau séu af lræfilegum stórleika, og að kanna skotfinri Jreirra, Jrví að nokkur lrrögð lrafa verið að Jrví, að ófinrar skyttur hafa verið að verki og með of veigalítil skot- vopn; ekki fellt dýrin, heldur sært þau illa.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.