Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 27
HREINDÝR Á ÍSLANDI
171
Hreindýrahópur á Vesturöræfum, Ljósm. Ágúst BöSvarsson,
ari fyrstu atlögu. En ef annað
hvort mistókst, slapp dýrið úr
höndum mannanna, en venju-
lega ekki langt, því að hundarn-
ir sáu um það og umkringdu það
þegar aftur. Réðust þá menn-
irnir á nýjan leik að dýrinu og
þá oft með betri árangri. Þann-
ig endurtóku veiðimennirnir og
hundarnir árásirnar á dýrið, þar
til það hné að velli af þreytu,
mæði og sárum.“
Þá munu hreindýrahjarðir
stundum hafa verið reknar frarn
af standbjörgum, svo senr Ás-
byrgi. Síðan hefur þessi veiði-
skapur sem betur fer allur breytzt
og orðið mannúðlegri, enda und-
ir ströngu eftirliti, hvað skot-
vopn og skothæfni veiðimanna
snertir, eins og fyrr segir.
En lrvers virði eru villtu hrein-
dýrin íslendingum, þar sem þau
eru auk augnayndis aðeins veiði-
bráð. Við vitum að tömdu
hreinarnir eru Löppum lífvætt-
ur. Þau klæða þá, fæða þá og láta
þeinr í té efni í rekkjuvoðir, tjöld
og húsnæði, auk þess, sem þau
eru dráttardýr þeirra. — íslenzk-
um bændum sumunr hverjum
eru þau og enn í dag nokkur bú-
bót. Afurðir hreindýra seljast all-
háu verði nú á dögunr. Kjötið
þykir lostæti og hvert nreðal dýr
leggur sig á um 50 kg., gönrul
graðdýr komast upp í 80 kg.
Hreindýrakjöt líkist fuglakjöti á