Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 33

Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 33
JÓLAKARFAN 177 brátt kom ég út yfir akra föður míns og fór eftir sandgötunum milli heiðaásanna, þar sem storm- urinn æddi óhindraður yfir lyng- heiðina. Hér var einmanalegt og eyðilegt, allt var hér með gráum lit, heiðin og hin dökku ský. Ég man, að ég óskaði þess að enginn væri heima hjá Lárnsi halta. Það væri þægilegast. Þá mundi ég skilja körfuna eftir og flýta mér svo heim aftur. Ég vissi, að þarna ríkti fátækt, og hreinlæt- inu var víst heldur ekki fyrir að fara. Það hlaut að vera leiðinlegt fyrir þau, að ég skyldi sjá það. Þau ættu að geta liaft allt í reglu. Það þótti mér svo sjálfsagt. Mér varð hugsað til reglusemi föður míns. En ég verð að játa, að engin meðaumk- un var í huga mínum. Fremur hitt, að ég dæmdi þau. Eftir hálfrar stundar gang, þar sem ég stöðugt varð að liafa handa- skipti til að bera þessa þungu körfu, eða setja hana niður og hvíla mig, gat ég eygt langt í burtu hús Lárusar lialta. En hvað það var einmana þarna úti á heiðinni. Því nær sem ég kom því sterkari urðu áhrifin af einstæðingsskapnum þarna. Öðru rnegin náði lyngið nærri lreim að húsinu og hinum megin dálítil akurspilda í ræktaðri sandjörð, og það jók aðeins á einmanaleikann. Hér var enginn trjágarður. Ekkert tré mildaði hið kaldranalega umhverfi. Það er gott, að ég á ekki heima hér, hugsaði ég. Húsinu var ekki haldið við. Málningin var farin af múrstein- unum í veggjunum, ein rúða var brotin og tusku stungið í gatið. Ég ætlaði að flýta mér að Ijúka erindinu. Enginn svaraði, þegar ég drap á dyr, og ég var að vona, að óskir mínar um að enginn væri heima, ætluðu að rætast. En það fór nú á annan veg. Þegar ég opnaði eldhúsdyrnar, staðnæmdist ég skelkaður. Eldhús- ið var lítið með einum glugga móti norðri, og birtan úr honum skein á litla stúlku, sem rótaði með skeið í öskuskúffunni í eldavélinni. Litla stúlkan var grá af ösku um hend- urnar, í framan og öll fötin henn- ar. Auk þess hafði hún dreift ösk- unni um gólfið, og á stólana og borðið. Þarna var ískalt. Loftið var fullt af ryki og ójrolandi lykt. Ósjálfrátt tók ég eitt skref aftur á bak. En iitla stúlkan kom til mín og rétti mér hendina. Hún horfði á mig með geislandi augum. „Jól,“ sagði hún, „bráðum jól. Ég á jólatré." Hún dró ntig inn í eldhúsið og benti út í eitt hornið, en þar sá ég lítið grenitré að liálfu leyti undir borðinu. „Jólatréð mitt,“ sagði hún glöð á barnamáli sínu. Mér leið ekki vel og ég óskaði mér langt í burtu. En samtímis kom mér í hug: Einnig hér í þess- ari eymd var ein sál, sem beið með eftirvæntingu eftir jólagleðinni. Dyrnar voru opnar inn í annað lierbergi, og þaðan heyrðist hósti. Það ldaut að vera svefnherbergið. Stúlkan togaði í hendina á mér. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.