Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Page 44

Eimreiðin - 01.09.1970, Page 44
188 EI M R E IÐ IN ALTARISGANGA Hátíðamessan í dómkirkjunni var á enda, biskup og klerkar í viðhafnarskrúða röðuðu sér í kórinn og altarisgangan hófst. Svartklæddar maddömur, fasprúðar og tígulegar, þokuðust upp að grátunum, fólkið tíndist á eftir, niðurlútt og hugsandi, stóð í röðum og beið. Síðastur allra kom krypplingurinn, lengst aftan úr krókbekk, gekk hægum skrefum inneftir kirkjugólfinu, aleinn, lítill og auðmjúkur, kryppan uppúr bakinu, gamla meinið eftir skortinn á barnsaldri. Herrann stóð við altarið, leit geislandi augum á auðmjúka manninn og benti: Komdu nær, vinur, komdu nær!

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.